![]() |
Skálholtsdómkirkja 5. ágúst 2018. |
343 ártíð Brynjólfs Sveinssonar biskups
Í morgun, sunnudaginn 5. ágúst kl. 11.00, var messa í Skálholtsdómkirkju þar sem sóknarpresturinn séra Egill Hjallgrímsson prédikaði.
Við upphaf prédikunarinnar minntist séra Egill -Brynjólfs Sveinssonar- biskups í Skálholti á árunum 1639 til 1674. Prédikunarstóllinn í Skálholtsdómkirkju er úr Skálholtskirkju Brynjólfs Sveinssonar.
Í dag er einmitt 343 ártíð Brynjólfs biskups en hann lést þann 5. ágúst 1675.
Brynjólfur Sveinsson var fæddur að Holti í Önundarfirði þann 14. september árið 1605, á krossmessu á hausti. Foreldrar hans voru þau hjónin Sveinn Símonarson, prestur þar, og Ragnheiður Pálsdóttir.
Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars var í Skálholti í morgun og færði Skálholtsstað og messuna til myndar.
Myndaalbúm á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/286887/
Nokkrar myndir hér:
![]() |
||||||||||
. .
|
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is