Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.08.2018 06:57

Act alone 9. - 11. ágúst 2018

 

 

Einu sinni á ári bjóðum við

landsmönnum öllum í leikhús heila helgi.

 

 

Act alone 9. – 11. ágúst 2018

 

 

Hin einstaka Act alone leiklistarhátíð verður haldin 9. - 11. ágúst 2018 á Suðureyri.

 

Þetta er í fimmtánda sinn sem hátíðin er haldin sem er náttúrulega alveg einleikið. Enda er Act alone helguð einleikjum og á engan sinn líkan hér á landi.

 

Aðgangur að öllum viðburðum Act alone er ókeypis einsog verið hefur frá upphafi.

 

Þökk sé okkar einstöku styrktaraðilum.

 

Á Act alone er boðið uppá það besta í heimi einleiksins hverju sinni. Sértu velkomin á Act alone því það kostar ekkert.

 

Kynntu þér dagskrá ársins hér á síðunni og sjáumst svo á Actinu.

Sjá: https://www.actalone.net/dagskra/

 

 
 

Siggi Björns verður á Act alone.Skráð af Menningar-Staður.