Menningar-Staður
Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka

09.08.2018 06:51

Þetta gerðist - 9. ágúst 1851 - "Vér mótmælum allir"

 

 

Í Alþingishúsinu er málverk Gunnlaugs Blöndal frá Þjóðfundinum.

 

 

  Þetta gerðist - 9. ágúst 1851

   

 "Vér mótmælum allir"

 

Þegar fulltrúi konungs sleit Þjóðfundinum þann 9. ágúst 1851, sem staðið hafði í Reykjavík í rúman mánuð, reis Jón Sigurðsson upp og mótmælti því „í nafni konungsins og þjóðarinnar.“ Þá risu þingmenn upp og sögðu flestir í einu hljóði:  „Vér mótmælum allir!“ Einni öld síðar var afhjúpuð minningartafla um fundinn í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík, þar sem fundurinn var haldinn.

 

Morgunblaðið.

 

 
Hrafnseyri við Arnarfjörð - fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar. Ljósm.: BIB.

Skráð af Menningar-Staður.