Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.08.2018 06:53

Merkir Íslendingar - Eyjólfur Guðsteinsson

 

 

Eyjólfur Guðsteinsson  (1918 - 2004).

 

 

 

Merkir Íslendingar - Eyjólfur Guðsteinsson

 

 

Eyj­ólf­ur Guðsteins­son fædd­ist í Reykja­vík 10. ágúst 1918.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Guðsteinn Eyj­ólfs­son klæðskera­meist­ari og kaupmaður í Reykja­vík, og Guðrún Jóns­dótt­ir, hús­freyja og hannyrðakona.

 

For­eldr­ar Guðsteins voru Eyj­ólf­ur Björns­son, bóndi í Kross­hús­um í Grinda­vík, og k.h., Vil­borg Þor­steins­dótt­ir hús­freyja, en for­eldr­ar Guðrún­ar voru Jón Tóm­as­son, bóndi í Miðhús­um í Hvolhreppi, og k.h., Hólm­fríður Árna­dótt­ir hús­freyja.

 

Guðsteinn, faðir Eyj­ólfs, lærði klæðask­urð í Reykja­vík og Kaup­manna­höfn, stofnaði versl­un sína við Grett­is­götu 1918 en flutti hana að Lauga­vegi 1922. Guðrún móðir Eyj­ólfs hafði flutt með for­eldr­um sín­um til Reykja­vík­ur eft­ir að bær þeirra hafði brotnað í Suður­land­skjálfta. Hún þótti af­burða hannyrðakona en lést ung, 1942.

 

Systkini Eyj­ólfs:

Hólm­fríður María háls­binda­gerðar­kona; Jón Óskar vélsmiður; Krist­inn, garðyrkju­meist­ari og list­mál­ari; Sig­ur­steinn, fram­kvæmda­stjóri hjá BM Vallá; Vil­borg hús­freyja; Ársæll, raf­virki og kaupmaður, og Mál­fríður hús­freyja. Þau eru öll lát­in.

 

Eig­in­kona Eyj­ólfs var Þóra Hjaltalín, dótt­ir Svövu Hav­steen og Stein­dórs Hjaltalín út­gerðar­manns frá Ak­ur­eyri. Börn Eyj­ólfs og Þóru:
Svava versl­un­ar­stjóri, Erna fast­eigna­sali og Guðsteinn spari­sjóðsstarfsmaður.

 

Eyj­ólf­ur fetaði í fót­spor föður síns, nam klæðskeraiðn og starfaði síðan alla tíð við versl­un föður síns við Lauga­veg, við inn­kaup og sölu herrafatnaðar, fyrst við hlið föður síns, síðar ásamt Hólm­fríði, syst­ur sinni, og loks í fé­lagi við börn henn­ar. Hann starfaði því við þetta vin­sæla og virðulega fyr­ir­tæki, Versl­un Guðsteins Eyj­ólfs­son­ar, í rúm 70 ár.

 

Fyr­ir­tækið var hon­um ávallt of­ar­lega í huga, af­koma þess og hag­ur starfs­fólks­ins, sem margt hafði fylgt hon­um og fyr­ir­tæk­inu um ára­tuga skeið

 

Eyj­ólf­ur lést 22. september 2004.


Morgunblaðið 10. ágúst 2018.


Skráð af Menningar-Staður.