Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.08.2018 07:09

Sumar á Selfossi - 11. ágúst 2018

 

 

 

Sumar á Selfossi - 11. ágúst 2018

 

Dagskrá laugardagsins 11. ágúst 2018:

 

07:30 - Skjótum upp fána
Selfyssingar taka daginn snemma, skjóta upp fána og gera sig klára fyrir morgunmat í hátíðartjaldi.

 

09:00 - Morgunmatur í hátíðartjaldi í Sigtúnsgarði
Fyrirtæki á Selfossi bjóða til morgunverðar í hátíðartjaldi í Sigtúnsgarði.

 

09:00 - Olísmótið 
Olísmótið heldur áfram. Mætum og hvetjum okkar lið til sigurs. Fylgjast má með mótinu á www.olismot.is og á facebooksíðu Meistaradeildar Olís – Selfossi.

 

10:00 - Myndlistasýning á Hótel Selfossi
Ljósmyndasýning á vegum ljósmyndaklúbbsins Blik og myndlistasýning á vegum Myndlistafélags Árnesinga.

 

10:00 - Umhverfisverðlaun Árborgar
Afhending viðurkenninga fyrir fegurstu garðana og snyrtilegasta fyrirtækið í Árborg. 
Afhending fer fram í morgunverðarhlaðborðinu í hátíðartjaldinu í Sigtúnsgarði.

 

11:00 - Brúarhlaupið
Brúarhlaupið er orðinn fastur viðburður meðal íbúa Árborgar. Hlaupið er orðið stór partur af hátíðinni Sumar á Selfossi og hvetjum við sem flesta til að taka þátt, unga sem aldna. Ræst er á mismunandi stöðum en allir koma í mark í Sigtúnsgarðinum. 

 

11:00 - Loftbolti & teyjutrampólín
Komdu og taktu á því með öllum í fjölskyldunni. Þú munt ekki sjá eftir því.

 

11:00 - Myndlistasýning í Listagjánni
Hrönn Traustadóttir sýnir verk sín.

 

13:00 - Skemmtigarðurinn opnar
Skemmtigarðurinn un vera með Vatnabolta, Lazertag og Bogfimi í boði á hátíðarsvæðinu.

 

13:00 - Sprell leiktæki opna
Leiktækjaleigan Sprell með fjölbreytt tæki fyrir börn á öllum aldri í Sigtúnsgarði allan daginn.

 

13:00 - Handverksmarkaður á Hátíðarsvæði
Hæfileikaríkt handverksfólk með margbreytilegt handverk til sölu og sýnis frá öllum landshornum.

 

13:30 - Suðurlandströllið
Sterkustu menn Íslands keppa í aflraunum. Keppni hefst á árbakkanum fyrir neðan Pylsuvagninn þar sem keppt verður í réttstöðulyftu. Keppnin heldur svo áfram í Sigtúnsgarði kl 14:00 þar sem keppt verður í sirkushandlóðum og bændagöngu.

 

14:00 - Neutral Froðufjör með Brunavörnum Árnessýslu
Froðufjör í samstarfi við Brunavarnir Árnessýslu og Neutral. Slökkviliðsmenn munu sjá um að sprauta froðu niður vesturbrekkuna í Sigtúnsgarðinum.

 

15:00 - Barnadagskrá á Útisviði
Sirkus Íslands mætir á Selfoss með RISA sýningu fyrir alla aldurshópa. Glæsileg sirkusatriði, loftfimleikar og mögnuð stemmning. Sirkus Íslands mun vera á svæðinu fyrir og eftir sýningu.

 

16:00 - Göngum um Selfoss
Gengið verður á Langanesið undir leiðsögn Sigríðar Karlsdóttur. Þorbjörn Sigurðsson í Vík tekur við hópnum í Miðtúni og endar gangan við Hrefnutanga undir leiðsögn Einars Guðmundssonar, þar sem boðið verður uppá kaffi og kleinur.

 

17:00 - Stórsýning BMX brós í boði Pylsuvagnsins
30 mínútna powersýning þar sem færustu hjólasnillingar landsins sýna færni sína. Eftir sýningu munu áhorfendur hafa möguleika á að prófa hjólin og fræðast um sportið.

 

18:00 - Götugrill og Garðagleði
Íbúar Árborgar sýna öllum hvað sé mikil samstaða í þeirra götu. Íbúar hittast, grilla og gera sér glaðan dag. Skrúðganga í bæjargarðinn þar sem sungið verður meðal annars 20 ára afmælislag Árborgar - þið finnið texta hér - https://www.arborg.is/20-ara-afmaelislag-sveitarfelagsins-…/

 

21:30 - Hátíðarávarp
Hátíðarávarp fulltrúa sveitarfélgsins verður áður en sléttusöngur hefst.

 

21:45 - Sléttusöngur
Árborgarinn Magnús Kjartan Eyjólfsson leiðir kór Suðurlands í sléttusöngnum. Mæta tímalega. Fyrir flugeldasýningu verða veitt verðlaun fyrir skemmtilegustu götu Selfoss 2018.

 

23:00 - Flugeldasýning Bílverk BÁ
Bílverk BÁ bjóða uppá glæsilega flugeldasýningu. Sýningunni verður stýrt í öruggum höndum Björgunarfélags Árborgar.

 

23:30 - Stuðlabandið í Hátíðartjaldinu
Stuðlabandið sér um að halda gleðinni áfram í Hátíðartjaldinu Sigtúnsgarðinum fram á rauða nótt. Frítt inn. Veitingar í boði á vægu verði.

 

Skráð af Menningar-Staður.