Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.08.2018 17:20

15 ár frá tónleikum Foo Fighters og NilFisk

 

 

Hljómsveitin NilFisk í Samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri sumarið 2003.

Gimli er við hliðina á veitingahúsinu -Fjöruborðið- þar sem Foo Fighters

voru í mat og heyrðu tóna frá æfingu NilFisk í Gimli. Þeir fóru yfir til þeirra

og tóku lagið með þeim þar.
F.v.: Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Jóhann Vignir Vilbergsson,

Sveinn Ásgeir Jónsson og Víðir Björnsson.

 

 

15 ár frá tónleikum Foo Fighters og NilFisk

 

Fimmtán ár voru nákvæmlega í gær, 25. ágúst 2018, síðan hin heimsþekkta bandaríska rokkhljómsveit Foo Fighters, með Dave Grohl í fararbroddi, hitti hljómsveitina NilFisk í Samkomuhúsinu Gimli á Stokkseyri og bauð þeim að spila með sér á tónleikum.

 

Félagar í Foo Fighters heilluðust af tónlist hinna ungu pilta í NilFisk, sem voru á grunnskólaaldri á þessum tíma, og buðu þeim að spila með sér á tónleikum daginn eftir. Þeir þáðu boðið og léku fyrir rúmlega sex þúsund manns í Laugardalshöll þann 26. ágúst árið 2003. 

 

Hljómsveitina NilFisk skipuðu fimm drengir úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri:

Jóhann Vignir Vilbergsson, Víðir Björnsson, Sveinn Ásgeir Jónsson, Sigurjón Dan Vilhjálmsson og Karl Magnús Bjarnarson.

NilFisk starfaði nákæmlega í fimm ár; frá 10. mars 2003 til 10. mars 2008. 
 

 

Hljómsveitin NilFisk fyrir framan Laugardalshöllina þann 26. ágúst 2003.

F.v.: Sigurjón Dan Vilhjálmsson, Víðir Björnsson,
Jóhann Vignir Vilbergsson og Sveinn Ásgeir Jónsson
Skráð af Menningar-Staður.