Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.08.2018 08:18

Merkir Íslendingar - Jóhann S. Hlíðar

 


Jóhann S. Hlíðar (1918 - 1997).
 

 

Merkir Íslendingar - Jóhann S. Hlíðar

 

Jó­hann Sig­urðsson Hlíðar fædd­ist á Ak­ur­eyri 25. ágúst 1918.

Hann var son­ur Sig­urðar Ein­ars­son­ar Hlíðar, dýra­lækn­is og alþing­is­manns á Ak­ur­eyri, síðar yf­ir­dýra­lækn­is í Reykja­vík, og k.h., Guðrún­ar Louisu Guðbrands­dótt­ur hús­freyju.

 

Sig­urður var son­ur Ein­ars Ein­ars­son­ar, smiðs í Hafnar­f­irði, af Laxár­dalsætt, og Urriðafossætt, og Sig­ríðar Jóns­dótt­ur, af Hörgs­holtsætt og lista­manna­ætt­inni Jötuætt, en móðir Sig­ríðar var Guðrún, syst­ir Guðlaug­ar, ömmu Ásgríms Jóns­son­ar list­mál­ara.

 

Guðrún Louisa var dótt­ir Guðbrands, versl­un­ar­stjóra í Reykja­vík Teits­son­ar, dýra­lækn­is þar Finn­boga­son­ar, bróður Jak­obs, langafa Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur, en móðir Guðrún­ar Louisu var Louise Zimsen, syst­ir Christians, föður Knuds Zimsen borg­ar­stjóra. Föður­syst­ir Jó­hanns var Guðfinna, móðir Jó­hanns Páls­son­ar garðyrkju­stjóra.

 

Systkini Jó­hanns:

Brynja Hlíðar, for­stjóri Lyfja­búðar KEA, en hún lést í flug­slys­inu í Héðins­firði 1947; Skjöld­ur, er lést í Kaup­manna­höfn 1983; Gunn­ar, póst- og sím­stjóri í Borg­ar­nesi en lést af slys­för­um 1957, og Guðbrand­ur, dýra­lækn­ir í Reykja­vík, er lést árið 2000.

 

Jó­hann lauk stúd­ents­próf­um frá MA 1941, embætt­is­prófi í guðfræði frá HÍ 1946, stundaði fram­halds­nám í kenni­mann­legri guðfræði og sagn­fræðilegri guðfræði við Menig­heds­fa­k­ultetet í Osló 1946-47 og kynnti sér starf MRA-hreyf­ing­ar­inn­ar í Stokk­hólmi 1953-54.

 

Jó­hann vígðist prest­ur 1948, vann á veg­um Sam­bands ís­lenskra kristni­boðsfé­laga 1947-53, var kenn­ari við MA 1949-52 og við Gagn­fræðaskól­ann í Vest­manna­eyj­um 1954-72. Hann var prest­ur í Vest­manna­eyj­um 1954-72, í Nessókn í Reykja­vík 1972-75 og sendi­ráðsprest­ur í Kaup­manna­höfn 1975-83.

 

Jó­hann var varaþingmaður fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn á Suður­landi 1967-71 og sat á þingi 1970.

 

Jó­hann lést 1. maí 1997.


Morgunblaðið.Skráð af Menningar-Staður.