Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.09.2018 19:15

Fánasetur Suðurlands flaggar fyrir forsetahjónum

 


Fánasetur Suðurlands að Ránargrund á Eyrarbakka

að kveldi 4. september 2018.

 

 

Fánasetur Suðurlands flaggar fyrir forsetahjónum

 

 

Fánasetur Suðurlands að Ránrgrund á Eyrarbakka flaggaði íslenskum fána í dag, þriðjudaginn 4. september 2018.


Það var gjört í minningu forsetahjónanna Jóns Sigurðssonar (1811 – 1879) og Ingibjargar Einarsdóttur (1805 – 1879) en þau gengu í hjónband á þessum degi árið 1845 eða fyrir 173 árum.


Þau stofnuðu heimili í Kaupmannahöfn. Forsetahjónin bjuggu á þremur stöðum í Kaupmannahöfn, áður en þau fluttu í stóra og glæsilega íbúð við Øster Voldgade (Jónshús) árið 1852 en þar bjuggu þau síðan til æviloka og héldu uppi mikilli risnu.


Ekki er vitað um aðra staði á landinu sem heiðra minningu Jóns og Ingaibjargar með sama hætti og Fánasetur Suðurlands að Ránargund á Eyrarbakka gerir í dag 4. september.

 

 

Skráð af Menningar-Staður.