Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

05.09.2018 07:22

Yrkja fyrir veikan vin

 

 

Kristján Runólfsson.

 

 

Yrkja fyrir veikan vin

 

• Allur ágóði rennur til Kristjáns Runólfssonar og fjölskyldu hans

 

Ljóðaset­ur Hvera­gerðis og vin­ir Kristjáns Run­ólfs­son­ar minja­safn­ara ætla að halda hagyrðinga­mót í Hvera­gerði í kvöld, miðvikudaginn 5. september 2018, til styrkt­ar Kristjáni og fjöl­skyldu hans.

 

Hagyrðinga­mótið verður það þriðja sem ljóðasetrið held­ur og fer fram í Skyr­gerðinni í Hvera­gerði.

 

Kristján hef­ur átt í harðri bar­áttu við krabba­mein og dvel­ur nú á spít­ala. Eig­in­kona hans, Ragn­hild­ur Guðmunds­dótt­ir, er með MS-sjúk­dóm­inn.

 

Góður hagyrðing­ur

Kristján, sem er ættaður úr Skagaf­irði, stofnaði minja­safn Kristjáns Run­ólfs­son­ar á Sauðár­króki fyr­ir um 18 árum en flutti safnið til Hvera­gerðis nokkr­um árum síðar þegar fjöl­skyld­an flutti þangað.

 

Kristján er góður og mik­ill hagyrðing­ur að sögn þeirra sem þekkja til hans þó hann hafi aldrei gefið út ljóðabók. Hann hef­ur tekið þátt í báðum hagyrðinga­mót­um ljóðaset­urs­ins hingað til en mun ekki koma fram annað kvöld vegna veik­ind­anna.

 

„Það er dýrt að reka svona veik­indi,“ seg­ir Sig­urður Blön­dal vin­ur Kristjáns og einn þeirra sem koma að mót­inu. Hann býst við miklu fjöri og ger­ir ráð fyr­ir að um eitt hundrað fer­skeytl­ur verði samd­ar annað kvöld.

 

Hagyrðinga­mótið hefst klukk­an 20 í Skyr­gerðinni í Hvera­gerði.

 

Aðgangs­eyr­ir er 2.000 kr. og renn­ur hann óskipt­ur til fjöl­skyldu Kristjáns.

 

 

Hjartamál og hugardraumar

 

Vorið mun koma og verma að nýju,

vaknar þá lífið um dali og grund,

aknandi bíðum við sólgeislahlýju,

sumars við fögnum með gleði í lund,

því skal ei vera með trega né tár,

tíminn hann líður, það vissa er klár.


Ljóð Kristjáns Runólfssonar.Skráð af Menningar-Staður