Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.09.2018 07:12

Haustverkin unnin í Hafnarfjarðarhöfn

 

 

 

Haustverkin unnin í Hafnarfjarðarhöfn

 

Langt er liðið á september og því nauðsynlegt að fara að huga að haustverkunum, jafnt til sjávar og sveita, áður en veturinn gengur í garð með öllum sínum kostum og göllum.

 

Þessi skipverji, Ragnar Emilsson, skipstjóri á Mána II ÁR 7 stóð í ströngu með háþrýstidæluna þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði í Hafnarfjarðarhöfn í gær og þreif þar dekkið hátt og lágt.

 

Ekki fylgdi sögunni hvort haldið yrði út til veiða fljótlega eftir þrifin, en eflaust eru einhverjir sem þurfa að fylgja fordæmi þessa þrifna skipverja. Morgunblaðið fimmtudagurinn 20. september 2018.


Skráð af Menningar-Staður.