Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

05.10.2018 06:47

Merkir Íslendingar - Jón Thoroddsen

 

 

Jón Thoroddsen (1818 - 1868).

 

 

Merkir Íslendingar - Jón Thoroddsen

 

 

Jón Thorodd­sen fædd­ist á Reyk­hól­um í Reyk­hóla­sveit fyr­ir 200 árum.

Hann var son­ur Þórðar Þórodds­son­ar, bónda og beyk­is á Reyk­hól­um og ætt­föður Thorodd­senætt­ar, og Þóreyj­ar Gunn­laugs­dótt­ur.

 

Eig­in­kona Jóns var Krist­ín Ó. Þor­valds­dótt­ir, f. Sívertsen. Með elju­semi kom hún son­um sín­um til mennta eft­ir lát Jóns sem skildi eft­ir sig skuldugt dán­ar­bú.

 

Syn­irn­ir voru Þor­vald­ur, einn virt­asti nátt­úru­fræðing­ur Íslend­inga; Þórður, lækn­ir og alþm, faðir Em­ils tón­skálds; Skúli, sýslumaður, rit­stjóri og alþm., en meðal barna hans var Unn­ur, móðir Skúla Hall­dórs­son­ar tón­skálds; Guðmund­ur lækna­pró­fess­or, Krist­ín yf­ir­hjúkr­un­ar­kona; Katrín, yf­ir­lækn­ir og alþm., Bolli borg­ar­verk­fræðing­ur og Sig­urður, verk­fræðing­ur og alþm., afi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra, og loks Sig­urður, lands­verk­fræðing­ur og yfir­kenn­ari MR, faðir Gunn­ars for­sæt­is­ráðherra.

 

Jón lauk stúd­ents­prófi frá Bessastaðaskóla 1840, laga­prófi frá Hafn­ar­há­skóla 1854, og var sjálf­boðaliði í Slés­vík­ur­stríðinu 1848. Hann varð sýslumaður Barðastrand­ar­sýslu 1850 og bjó þá lengst af í Haga á Barðaströnd, og sýslumaður Borg­ar­fjarðar­sýslu og bjó á Lei­rá frá 1863 til dauðadags.

 

Sum kvæða Jóns hafa lifað með þjóðinni, s.s. Hlíðin mín fríða, Vor­vísa (Vorið er komið og grund­irn­ar gróa) og ætt­j­arðarljóðið Ísland (Ó, fög­ur er vor fóst­ur­jörð).

Hann á þó fyrst og fremst sess í bók­mennta­sög­unni fyr­ir fyrstu ís­lensku nú­tíma­skáld­sög­urn­ar, Pilt og stúlku, 1850, og Mann og konu sem kom út ókláruð eft­ir and­lát hans.

 

Thorodd­sen­ar hafa verið áber­andi á sviði stjórn­mála og í stjórn­sýslu­embætt­um, en í stjórn­mál­um hafa þeir nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust fylgt Sjálf­stæðis­flokki eða rót­tæk­um vinstri­mönn­um, enda blund­ar í þeim margræð, viðkvæm og stund­um breysk lista­manna­sál.

 

Jón lést 8. mars 1868.


Morgunblaðið 5. október 2018.

 

 

Skráð af Menningar-Staður.