Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.10.2018 09:10

Merkir Íslendingar - Steinn Steinarr

 


Steinn Steinarr (1908 - 1958).
 

 

Merkir Íslendingar - Steinn Steinarr

 

Steinn Stein­arr fædd­ist á Laugalandi í Naut­eyr­ar­hreppi 13. október 1908, þar sem for­eldr­ar hans, Krist­mund­ur Guðmunds­son og Etelríður Páls­dótt­ir, voru í hús­mennsku. Skírn­ar­nafn Steins var Aðal­steinn Krist­munds­son. Eft­ir hreppa­flutn­inga leyst­ist fjöl­skyld­an upp og Steinn ólst upp hjá vanda­laus­um á Mikla­bæ í Saur­bæ.

 

Steinn naut far­kennslu, m.a. hjá Jó­hann­esi úr Kötl­um, en kynnt­ist einnig Stefáni frá Hvíta­dal sem varð ná­granni þeirra í Miklag­arði. Stefán og Steinn voru alla tíð mikl­ir mát­ar.

 

Steinn fór til Reykja­vík­ur haustið 1926 og var lengi margt á huldu um líf hans þótt úr því sé nú bætt með bók­inni Maður­inn og skáldið – Steinn Stein­arr, eft­ir Sig­fús Daðason, útg. 1987, ævi­sögu Steins í tveim­ur bind­um, Steinn Stein­arr – Leit að ævi skálds, eft­ir Gylfa Grön­dal, útg. 2000, og 2001, og ævi­ágripi Steins eft­ir Inga Boga Boga­son, 1995. Á síðustu ævi­ár­un­um varð Steinn góður vin­ur Matth­ías­ar Johann­essen en viðtöl hans við skáldið eru dýr­mæt­ar heim­ild­ir um Stein.

 

Ljóðabæk­ur Steins:

Rauður log­inn brann, útg. 1934;

Ljóð, útg. 1937;

Spor í sandi, útg. 1940;

Ferð án fyr­ir­heits, útg. 1942;

Tindát­arn­ir, útg. 1943,

og Tím­inn og vatnið, útg. 1948.

 

Steinn er öðrum frem­ur tal­inn hafa valdið form­bylt­ingu í ís­lenskri ljóðagerð, en Tím­inn og vatnið, sem þá er oft vísað til, er samt afar form­fast­ur ljóðabálk­ur. Hann gældi ung­ur við komm­ún­isma en var snemma rek­inn úr flokkn­um og af­neitaði síðar komm­ún­ism­an­um eft­ir fræga kynn­is­ferð til Moskvu, 1956.

 

Skáld­skap­ur Steins end­ur­spegl­ar oft lam­andi tóm­hyggju en í miðju svart­nætti ljóða hans leiftra oft óræð blik um mann­lega reisn og jafn­vel hina innstu vit­und. Kristján Karls­son sagði rétti­lega í inn­gangi að Kvæðasafni Steins: „Trúaður eða trú­laus er hann í flokki hinna mestu trú­ar­skálda vorra.“


Steinn Steinarr lést 25. maí 1958.


 


Skráð af Menningar-Staður.