Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.10.2018 21:44

Fangarnir fylgjast með fánunum

 

 

 


Fangarnir fylgjast með fánunum
 

 

Björn Ingi Bjarnason flaggar oftar en flestir aðrir eða um tvöhundruð sinnum á ári. Oftast er það íslenski fáninn sem fær að fara upp en hann á marga aðra líka fyrir hin ýmsu tilefni. Björn Ingi starfar sem fangavörður á Litla hrauni og býr í næsta húsi við fangelsið.

 

„Þegar strákarnir vakna á morgnana og opnað er fyrir þeim þá kíkja þeir hérna yfir og spá í hvort það sé fáni og svo spurja þeir „Af hverju er þessi fáni?“ og svona eitthvað í kringum þetta og ég náttúrulega verð að vera með skýringar á þessu,“ segir Björn Ingi. Einu sinni lenti hann reyndar í því að fangi stökk yfir öryggisgirðinguna og stal bæði fána hjá honum og nágranna hans

 

En fánadellan byrjaði á Flateyri fyrir fjörutíu árum. „Þarna var góð vélsmiðja, Vélsmiðja Steinars Guðmundssonar, og hann smíðaði fánastangir og við náttúrulega sem vorum að byggja þarna keyptum stangir og settum við húsin. Þannig að þetta byrjaði þá.“

 

.

.

.

.

 

.

 

.

.

 
 
 

Úr -Landanum- sunnudagskvöldið 21. október 2018.


Sjá þessa slóð:


http://www.ruv.is/frett/fangarnir-fylgjast-med-fanunum?fbclid=IwAR10rEPnk3qrhD-dcufdYEclDCXzpSsg-JW8khrwMFDXn_RhgAHaZpecsE8


Af www.ruv.is
 

 


Skráð af Menningar-Staður.