Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.10.2018 17:36

Kristjáns Runólfssonar minnst

 


Kristján Runólfsson.
 

 

 

Kristjáns Runólfssonar minnst

 

 

Síðastliðinn miðviku­dag, 17. októ­ber, lést sá góðkunni hagyrðing­ur og Skag­f­irðing­ur Kristján Run­ólfs­son sem bjó í Hveragerði.Pét­ur Stef­áns­son minn­ist hans á Leirn­um:

 

Geng­inn er góður dreng­ur,

glett­inn og viðmót­slétt­ur.

Hraðkvæður, hnytt­inn maður,

hóg­vær með anda frjó­an.

Lengi hann stuðlastrengi

strauk við veg­semd aukna.

Skrif­in hans landsþekkt lifi

sem ljóðin í huga þjóðar.

 

 

Þessi er kveðja Ing­ólfs Ómars:

 

Vakti glóð með vísnaóð

visku fróður brunn­ur.

Orti ljóð af mikl­um móð,

mærð af góðu kunn­ur.

 

 

Jón Giss­ur­ar­son dreyp­ir penna í Boðnar­mjöð og verður því miður að stytta mál hans:

„Hinn kunni hagyrðing­ur Kristján Run­ólfs­son er lát­inn. Ég hygg að Kristján sé nú far­inn að yrkja bæði ljóð og stök­ur á öðrum og æðri vett­vangi en þeim er við höf­um yfir að ráða.

 

 

Ennþá hrina óðar­máls

yfir dyn­ur veg­inn.

Yrk­ir hlyn­ur stuðlastáls

stök­ur hinu­meg­in.

 

 

Vísna gling­ur víða bar

vart sem þving­ar funa.

Ærið slyng­ur oft hann var

orti hring­hend­una.“

 

Jón held­ur áfram:

„Kristján var einn af þekkt­ustu hagyrðing­um okk­ar Íslend­inga á síðari tím­um. Eft­ir Kristján ligg­ur mikið safn ljóða og lausa­vísna. Hann birti mikið af ljóðum og vís­um hér á net­inu og þótti einkar snjall að koma fyr­ir sig orði með þeim hætti. Kristján var einn af mín­um fyrstu vin­um hér á Fés­bók­inni og könkuðumst við oft á í vís­um. Ég ætla að sýna hér ör­litið brot af þeim sam­skipt­um okk­ar.

 

 

Kristján Run­ólfs­son:

 

Þegar lífs­ins leys­ast bönd,

og lúðrar dauðans kalla,

tek­ur úr um­ferð tím­ans hönd,

til­ver­una alla.

 

 

Jón Giss­ur­ar­son :

 

Þegið gæti það að gjöf

þegar lýk­ur vöku,

að þið mynduð mína á gröf

miðla einni stöku.

 

 

Kristján Run­ólfs­son:

 

Þegar dauðans lög­um lýt,

og líf í vind­inn fokið,

máttu hörðum hunda­skít,

henda á kistu­lokið.“
 


 

Morgunblaðið 23. október 2018.

Hall­dór Blön­dal

halldor­blon­dal@sim­net.is

 


Kristján Runólfsson á góðri stund á Eyrarbakka fyrir nokkrum árum.
F.v.: Siggeir Ingólfsson, Linda Ásdísardóttir og Kristján Runólfsson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður.