Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.10.2018 06:50

Kótelettukvöld í Þingborg 27. okt. 2018

 

 

 

 

 

Kótelettukvöld í Þingborg

 

    27. október 2018

 

Hið árlega Kótelettukvöld verður haldið í Þingborg á morgun, laugardagskvöldið 27. október 2018, fyrsta vetrardag.

 

Uppskeruhátíð Flóamanna og styrktarhátíð Flóamannabókar.

 

Samkoman hefst klukkan 20.30 húsið opnar kl. 20.00.

 

Kótelettur í raspi ásamt tilheyrandi meðlæti og ostaterta frá MS í eftirrétt (gos, rauðvín og bjór selt af bar).

 

Veislustjórar: Bjarni Stefánsson og Guðni Ágústsson.

 

Skemmtiatriði:

Farfuglarnir. Þær systur Unnur Birna og Dagný Halla Bassadætur frá Glóru ásamt leikkonunni Ágústu Evu Erlendsdóttur sjá um dinnermúsik og syngja og leika á hljóðfæri lög sem þær hafa útsett fyrir þrjár raddir.

Fram fer árleg Útsvarskeppni milli gömlu hreppanna Hraungerðis-Villingaholts- og Gaulverjabæjarhreppa. Sigurliðið hlýtur gáfumannabikarinn: „Flóafíflið 2018.“

 

Happdrætti. Góðir vinningar samkvæmt venju og margar fleiri uppákomur.

 

Miðapantanir og borð:

Guðrún Tryggvadóttir í síma 894-4448 netf:grenigrund(hjá)islandia.is Sigmundur Stefánsson í síma 898-6476 netf:sigmundurstef(hjá) gmail.com

 

Húsið tekur 200 manns í sæti, gott að panta tímanlega, fullt hús í fyrra.

Miðaverð er 6.000 kr.

Tekið verður á móti greiðslu eða reiðufé og/eða af kortum við inngang.

 

Allur ágóði rennur til Flóamannabókar sem Jón M Ívarsson er að skrifa.

 

Allir Flóamenn, frændur og vinir fólksins í Flóanum velkomnir

 

.

.
Skráð af Menningar-Staður