Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.10.2018 09:54

Vann Strætóferð til Akureyrar

 

 

 


Í Þingborg í gærkvöldi.

F.v.: Bjarni Stefánsson, Guðni Ágústsson og Guðmundur Magnússon.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

 

 

Vann Strætóferð til Akureyrar

 

 

Kótelettukvöld Flóamanna og gesta var haldið með glæsibrag í Þingborg í gærkvöldi, laugardaginn 27. október 2018 - fyrsta vetrardag.

 

Þar bar það m.a. til að Guðmundur Magnússon á Eyrarbakka fékk flottan vinning í happdrætti kvöldsins hvað var ferð fyrir tvo með -STRÆTÓ – til Akureyrar fram og til baka með gistingu á KEA-hóteli í tvær nætur.

 

Fetar hann þar í happdrættisfótspor svila síns; Sigurbjörns Tryggva Gunnarssonar að Ásamýri í Holtum er hann vann í sama happdrætti í fyrra –forystugimbur- frá Ytra-Álandi í Þistilfirði.  

 

Þeir svilarnir, ásamt eiginkonum sínum, sóttu svo á dögunm á Hrútadaginn á Raufarhöfn verðlaunin frá í fyrra, forystugimbrina að Ytra-Álandi.

 

Í nótt var ort eftir vinning gærkvöldsins:
 

Fer í Strætó ferð um land
flott er KEA-gisting.
Límonaði ljúft í bland
léttir rútu-hristing.


 

.

.
Skráð af Menningar-Staður