Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.11.2018 17:27

Drífa fyrsti kven­for­seti kirkjuþings

 

 

Agnes M. Sig­urðardótt­ir bisk­up ásamt Drífu Hjart­ar­dótt­ur. 

Ljós­mynd/?Aðsend

 

 

Drífa fyrsti kven­for­seti kirkjuþings

 

 

Sunnlendingurinn og Önfirðingurinn Drífa Hjart­ar­dótt­ir á Keldum tók við stöðu for­seta kirkjuþings við upp­haf þings­ins í gær. Með því varð hún fyrst kvenna til að gegna þeirri stöðu, en kirkjuþing er nú haldið í 57. sinn.

 

Hún tek­ur við af Magnúsi E. Kristjáns­syni sem gaf ekki kost á sér aft­ur, eft­ir fjög­ur og hálft ár sem sitj­andi for­seti, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá kirkj­unni.

 

Á kirkjuþingi sitja 29 full­trú­ar, 12 prest­ar sem vald­ir eru af prest­stétt­inni og 17 leik­menn kosn­ir af sókn­ar­nefnd­um. Við lok þings­ins í næstu viku fer fram kosn­ing um nýtt kirkjuráð sem mun sitja næstu fjög­ur árin.

 

Drífa seg­ist vera spennt fyr­ir hlut­verk­inu og að það séu tíma­mót að kona skuli vera kos­in for­seti kirkjuþings. „Ég tel þetta vera til marks um breytta tíma,“ seg­ir Drífa í til­kynn­ing­unni.

 

Meðal þess sem er til umræðu á þing­inu er sam­ein­ing prestakalla og end­ur­skoðun á sam­bandi rík­is og kirkju.                                                                                     

   

Drífa seg­ir að helsta áskor­un­in séu samn­ing­ar rík­is og kirkju. Hún tel­ur að tölu­verðar breyt­ing­ar muni verða á þeim og mik­il­vægt sé að unnið verði vel úr þeim mál­um.Skráð af Menningar-Staður.