Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.11.2018 17:37

Mannauðsstjóri í Árborg

 

Sveitarfélagið Árborg er fjölmennasta sveitarfélagið á Suðurlandi.

Það varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps,

Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps árið 1998 og er því 20 ára á þessu ári.

Gríðarleg íbúafjölgun hefur orðið á skömmum tíma í sveitarfélaginu og

eru íbúar nú orðnir rúmlega 9000.

Einn af helstu kostum sveitarfélagsins eru fjölbreyttir búsetukostir í dreifbýli,

búgarðabyggð, sjávarþorpum við ströndina og stóru þéttbýli.

Í Svf. Árborg er gott mannlíf. Þar er miðstöð þjónustu á Suðurlandi,

góðir skólar ásamt öflugu íþrótta-, félags- og menningarlífi.

Mikil  uppbygging hefur átt sér stað í sveitarfélaginu á undanförnum misserum

sem hefur ýmis spennandi tækifæri og áskoranir í för með sér.

 

 

Mannauðsstjóri í Árborg

 

 

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir að ráða mannauðsstjóra. Mannauðsstjóri leiðir þróun mannauðsmála og heyrir beint undir bæjarstjóra.

Um nýtt starf er að ræða og verður því í verkahring nýs starfsmanns að móta starfið í samráði við bæjarstjóra.

Um er að ræða fullt starf og ráðið verður í starfið frá og með áramótum.

 

Helstu verkefni:

• Ábyrgð á þróun og eftirfylgni með mannauðsstefnu Árborgar

• Ábyrgð á þróun og innleiðingu á mannauðsferlum

• Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur varðandi ráðningar, þjálfun, fræðslu og þróun starfsmanna

• Aðkoma að launasetningu og starfsmati

• Þátttaka í stefnumótun fyrir sveitarfélagið í heild Menntunar- og hæfniskröfur:

• Háskólapróf á sviði mannauðsmála, vinnusálfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi

• Yfirgripsmikil reynsla af mannauðsmálum

• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu æskileg

• Þekking á kjarasamningum og reynsla af túlkun þeirra

• Framúrskarandi samskiptahæfni

• Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi

• Skipulagshæfni og færni til að vinna í hópUmsóknarfrestur er til og með 14. nóvember nk.

 

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is

Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Skráð af Menningar-Staður