Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

07.11.2018 20:34

Góðir gestir á Litla-Hrauni

 


Guitar Islancia í Íþróttasalnum á Litla-Hrauni.
F.v.: Björn Thoroddsen, Jón Rafnsson og Gunnar Þórðarson.
Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.


 

 

Góðir gestir á Litla-Hrauni

 

Það voru tónlistarsnillingarnir í tríóinu Guitar Islancia sem voru með magnaða tónleika í Íþróttasalnum á Litla-Hrauni í dag, miðvikudaginn 7. móvember 2018. Fangar fjölmenntu á tónleikana og voru sérlega ánægðir með tónlistarflutning þeirra þremenninga en tríóið skipa: Gunnar Þórðarson, gítar, Björn Thoroddsen, gítar og Jón Rafnsson,bassa.
 


Gunnar Þórðarson sagði skemmtilega frá því í dag þegar hann var á tónleikaferð í Bandaríkjunum á árinu 1979 með Ríó-tríóinu og spiluðu m.a. víða í háskólum. Einnig voru einir tónleikar þeirra í gríðarstóru fangelsi og mættu rúmlega 700 fangar á tónleikana í samkomusal fangelsisins. Ríó-tríóð lék sem fyrsta lag hið fallega lag -Á Sprengisandi- eftrir Sigvalda Kaldaláns. Skipti það engum togum að eftir flutning lagsins gengu allir fangarnir úr salnum nema 40 fangar. Er þetta í eina skiptið á löngum tónlistarferli Gunnars sem tónleikagestir hafa yfirgefið salinn.

Það náðist á mynd í Íþróttasalnum á Litla-Hrauni þegar Gunnar sagði frá þessu  fórnandi höndum með tilþrifum.

 

 

F.v.: Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson.
.

.
Björn Thoroddsen.
.
.
Jón Rafnsson.
.
.
Gunnar Þórðarson.
.
.
.

.

.

.

.
Skráð af Menningar-Staður.