Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

10.11.2018 09:21

Kótelettukvöld í Þingborg

 

 

 

 

Kótelettukvöld í Þingborg

 

 

Hið árlega Kótelettukvöld Flóamanna og vina þeirra var haldið með glæsibrag og fjölmenni í Þingborg laugardagskvöldið 27. október s.l., fyrsta vetrardag.Um er að ræða uppskeruhátíð Flóamanna og á borðum voru kótelettur í raspi ásamt öllu tilheyrandi meðlæti og ostaterta frá MS í eftirrétt. Jafnframt er þetta styrktarhátíð Flóamannabókar sem sagnfræðingurinn Jón M. Ívarsson er að skrifa.Veislustjórar voru Bjarni Stefánsson og Guðni Ágústsson og voru mörg skemmtiatriði svo sem; Farfuglarnir sem eru þær systur Unnur Birna og Dagný Halla Bassadætur frá Glóru ásamt leikkonunni Ágústu Evu Erlendsdóttur sem sungu og léku á hljóðfæri lög sem þær hafa útsett fyrir þrjár raddir. Fram fór Útsvarskeppni milli gömlu hreppanna; Hraungerðis- Villingaholts- og Gaulverjabæjarhreppa sem Sigmundur Stefánsson stjórnaði með aðstoð Jóns M. Ívarssonar. Sigurliðið var Gaulverjabæjarhreppur og fengu titilinn „Flóafíflið 2018.“

 

Þá var einnig happdrætti að venju með fjölda góðra vinninga. Vinningshafar voru m.a. Gísli Grétar Magnússon sem fékk forystugimbur frá Ytra-Álandi í Þistilfirði og Guðmundur Magnússon sem fékk ferð fyrir tvo með -STRÆTÓ – til Akureyrar fram og til baka með gistingu á KEA-hóteli í tvær nætur.Björn Ingi Bjarnason færði Kótelettukvöldið til myndar.

 

1. hluti mynda á þessari slóð:
http://menningarstadur.123.is/photoalbums/288758/

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

,

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.

.


Skráð af Menningar-Staður