Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.11.2018 13:12

11. nóvember - þjóðhátíðardagur Póllands

 


Fánasetur Suðurlands að Ránargrund á Eyrarbakka flaggar pólskum í dag.

 

 

11. nóvember - þjóðhátíðardagur Póllands

 

 

Þann 11. nóvember 1918 lauk einhverju skelfilegasta stríði sem sagan kann frá að greina. Að loknum hildarleik sammæltust menn um að réttur þjóða til sjálfsákvörðunar skyldi verða grunnur þeirrar Evrópu sem risi úr öskustó.

 

Um það voru flestir sammála. Reyndin varð sú að þjóðir reyndust vera misréttháar þegar að því kom að kjósa sér örlög, – en allt um það uxu ný ríki upp af sviðinni jörð.

 

Pólland, þetta fiðrildi Evrópu, sem eitt sinn var stærst ríkja álfunnar, hafði horfið í gin þriggja nágrannaríkja árið 1795.

 

Þann 11. nóvember 1918 voru stórveldin þrjú fortíð og af rústum þeirra risu nokkur frjáls og fullvalda ríki. Eitt þeirra var Pólland.  Pólland varð sjálfstætt á sjálfan friðardaginn 11. nóvember 1918,  fyrir réttum 100 árum. Uppá það halda Pólverjar þennan dag og við getum samfagnað.

 

Að þrem vikum liðnum getum við fagnað 100 ára afmælis íslensks fullveldis. Endurheimt fullveldi beggja ríkja óx með öðrum orðum af sviðinni jörð evrópskra vígvalla 1918 og draumnum um nýja Evrópu.


 

.

.

Skráð af Menningar-Staður.