Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.11.2018 20:28

Forystugimbur með áætlunarflugi frá Húsavík

 

 
 

Guðni Ágústs­son og Hörður Guðmunds­son, eig­andi flug­fé­lags­ins Ern­is, stilla sér

upp til mynda­töku með gimbrinni Flug­freyju. Með Guðna eru dótt­ur­dæt­ur hans,

Eik og Eva Arn­ars­dæt­ur. Á bak við krjúpa Ágúst Ingi Ket­ils­son, fjall­kóng­ur Flóa­manna,

og Al­dís Þór­unn Bjarn­ar­dótt­ir og Geir Gísla­son á Stóru-Reykj­um. mbl.is/Á?rni Sæ­berg

 

 

Forystugimbur með áætlunarflugi frá Húsavík

 

 Gefið nafnið Flugfreyja við móttökuathöfn í Reykjavík 

 

Guðni Ágústsson heimti forystugimbur sína norðan úr Þingeyjarsýslu í gær. Hún kom með áætlunarflugi flugfélagsins Ernis frá Húsavík og var gefið nafn á Reykjavíkurflugvelli.

 

„Þetta er gert forystukindinni til heiðurs. Hún er með mannsvit í veðrum, leiðir hjörðina og bóndann heim,“ segir Guðni.

 

Vinningur á kótilettukvöldi

 

Hópur manna kemur árlega saman á kótilettukvöldi í Þingborg í Flóa til að safna fé til styrktar útgáfu Flóamannabókar. Þar eru kálfar og ýmsir aðrir vinningar í verðlaun í happdrætti og síðustu þrjú árin hefur einnig verið meðal vinninga forystugimbur frá Skúla Ragnarssyni og Bjarnveigu Skaftfeld, bændum á Ytra-Álandi í Þistilfirði. Sá sem hreppti gimbrina í haust gat ekki tekið við henni og gerðu þeir Guðni þá kaup með sér og Guðni eignaðist kindina. 

 

 „Ég hringdi í Aðalstein Baldursson, verkalýðsforingja á Húsavík, en hann er líka sauðfjárbóndi eins og margir á Húsavík og sauðahvíslari því mér er sagt að allar kindur verði spakar sem hann nálgast. Bað hann um að sækja fyrir mig svarta gimbur og koma henni suður,“ segir Guðni. Gimbrina geymdi Aðalsteinn í bílskúrnum heima hjá sér og sendi síðan með áætlunarvél Ernis til Reykjavíkur í gær. 

 

Tekið var við henni með viðhöfn á Reykjavíkurflugvelli og þar hellti Hörður Guðmundsson, eigandi flugfélagsins, yfir hana sunnlensku rigningarvatni og gaf henni nafnið Flugfreyja.

 

Gimbrin er þrílembingur undan Slyddu á Ytra-Álandi og Strump frá Gunnarsstöðum, svört með hvítar hosur. 

 

Guðni segir að Geir bóndi Gíslason á Stóru-Reykjum í Flóa muni fóstra gimbrina fyrir sig. Þar muni hún fara fyrir kindahjörð hans og verði gaman að fylgjast með. „

 

„Forystukindin er sérstakt fjárkyn, einstakt á heimsvísu. Þyrfti að rannsaka það frekar, meðal annars hvaðan kynið er komið,“ segir Guðni.

 

 

Morgunblaðið 12. október 2018 - Ríkssssissjónvarpið og Menningar-Staður.

 

.

.

.

 

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningfar-Staður.