Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.11.2018 06:30

Kristín Eiríksdóttir - 60 ára

 


Stórfjölskyldan

Samankomin á Eyrarbakka í tilefni afmælis Eiríks,

föður Kristínar, árið 2015.

 

 

Kristín Eiríksdóttir – 60 ára

 

Sinnt leikskólastjórn í meira en þrjátíu ár

 

Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir fædd­ist 12. nóv­em­ber 1958 í heima­fæðingu í Há­túni á Eyr­ar­bakka, þá þriðja barn hjóna og er hún upp­al­in á sama stað. Æska henn­ar ein­kennd­ist af ör­yggi og var hún ávallt um­kringd stór­fjöl­skyld­unni. Hún var skírð í kirkj­unni á Stokks­eyri, þar sem afi henn­ar var meðhjálp­ari.

 

„Ég fór gjarn­an til ömmu minn­ar á Stokks­eyri og aðstoðaði við kart­öflu­rækt­un og fleira. Afi minn á Stokks­eyri var versl­un­ar­stjóri og amma mín bóndi og þóttu þau hjón­in framúr­stefnu­leg.“

 

Ei­rík­ur, faðir Krist­ín­ar, starfaði alla tíð að iðn sinni og kom að mörg­um fram­kvæmd­um, s.s. bygg­ingu ein­býl­is­húsa á Eyr­ar­bakka, bygg­ingu fyrstu hús­anna í Þor­láks­höfn, bygg­ingu nú­ver­andi ráðhúss Árborg­ar og fleiru.

 

Krist­ín gekk í barna­skól­ann á Eyr­ar­bakka og fór síðan í gagn­fræðaskól­ann á Sel­fossi, þá fór hún í fóst­ur­skól­ann og síðar í öld­unga­deild­ina við Fjöl­brauta­skóla Suður­lands.

 

Þá lagði hún stund á viðbót­ar­nám í upp­eld­is- og kennslu­fræðum við Há­skóla Íslands og fór síðan í fram­halds­nám í stjórn­un með áherslu á stjórn­un mennta­stofn­ana (M.ed.) við sömu mennta­stofn­un. Loks bætti Krist­ín við sig diplóma­námi í op­in­berri stjórn­sýslu fyr­ir stjórn­end­ur í op­in­berri stjór­sýslu.

 

Fyrst eft­ir út­skrift starfaði Krist­ín við leik­skól­ann Kópa­hvol í Kópa­vogi. Síðan fór hún að kenna bæði sex og tíu ára bekk við tvo barna­skóla; barna­skól­ann á Stokks­eyri ann­ars veg­ar og barna­skól­ann á Eyr­ar­bakka hins veg­ar, og deildu þá yf­ir­menn vinnu­fram­lagi Krist­ín­ar. Frá 1985 hef­ur Krist­ín starfað að mestu við leik­skóla­stjórn­un og síðastliðin átta ár verið leik­skóla­stjóri í heilsu­leik­skól­an­um Árbæ á Sel­fossi. „Ég hef fengið að starfa svo lengi með börn­um að börn­in sem ég passaði eru sjálf orðin for­eldr­ar barna sem ég passa.“

 

Heilsu­leik­skól­inn Árbær hef­ur fengið styrki vegna þró­un­ar­verk­efna í um­sjón Krist­ín­ar, í sam­starfi við dr. Önnu Magneu Hreins­dótt­ur og að feng­inni ráðgjöf frá Allyson McDon­ald, Örnu H. Jóns­dótt­ur, Jó­hönnu Ein­ars­dótt­ur o.fl.

 

Krist­ín var í æsku­lýðsfé­lagi í ung­menna­fé­lagi Eyr­ar­bakka. Þá sat hún í stjórn Slysa­varna­fé­lags­ins Bjarg­ar á Eyr­ar­bakka og er nú formaður Kven­fé­lags Eyr­ar­bakka. Á ár­un­um 2011 til 2015 var Krist­ín formaður Sam­taka heilsu­leik­skóla, sam­hliða for­mennsk­unni í kven­fé­lag­inu.

 

Helstu áhuga­mál Krist­ín­ar eru fjöl­skyld­an, tónlist, kvik­mynd­ir og lest­ur bóka.

 

Fjöl­skylda

 

Eig­inmaður Krist­ín­ar er Erl­ing­ur Þór Guðjóns­son, f. 1.1. 1958, vél­virki og at­hafnamaður. For­eldr­ar Erl­ings voru hjón­in Erna Bryn­hild­ur Jens­dótt­ir, f. 1.2. 1928, d. 2013, bónda­kona á Tjörn í Bisk­upstung­um, og Guðjón Gunn­ars­son, f. 17.6. 1922, d. 2018 bóndi.

 

Börn Krist­ín­ar og Erl­ings eru:

 

1) Helga Ýr, f. 27.7. 1983, hjúkr­un­ar­fræðing­ur, maki Hlyn­ur Bárðar­son líf­fræðing­ur (PhD), bús. í Kópa­vogi. Börn þeirra eru Krist­ín Edda, f. 2010; Mar­grét Una, f. 2014; og dreng­ur, f. 2018.

2) Erl­ing­ur Þór, f. 15.10. 1989, vél­fræðing­ur, maki Vil­borg Kol­brún Vil­mund­ar­dótt­ir, nær­ing­ar­fræðing­ur (MSc) og doktorsnemi, bús. í Reykja­vík. Börn þeirra eru Guðgeir Þór, f. 2008; og dreng­ur, f. 2018.

 

Systkini Krist­ín­ar eru Ingi­björg, f. 26.2. 1954, þjón­ustu­full­trúi, bús. á Sel­fossi; Sig­ur­lína, f. 22.6. 1956, banka­starfsmaður, bús. á Eyr­ar­bakka; Helga, f. 26.2. 1960, d. 18.2. 1964; Árni, f. 10.3. 1965, bóndi á Ljóns­stöðum við Sel­foss.

 

For­eldr­ar Krist­ín­ar voru hjón­in Vig­dís Ingi­björg Árna­dótt­ir, f. 29.8. 1932, d. 20.7. 1990, hús­móðir, og Ei­rík­ur Guðmunds­son, f. 21.6. 1928, d. 1.1. 2017, húsa­smíðameist­ari. Þau voru bús. í Há­túni á Eyr­ar­bakka.

 

.Morgunblaðið mánudagurinn 12. nóvember 2018.Skráð af Menningar-Staður.