Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.11.2018 11:57

Var henni gefið nafnið Flugfreyja

 

 

Hörður Guðmundsson, eigandi flugfélags ins Ernis og Guðni Ágústsson

stilla sér upp til mynda töku með gimbrinni Flugfreyju.

Með Guðna eru dótturdætur hans, Eik og Eva Arnarsdætur.

Fyrir aftan frá vinstri eru: Ágúst Ingi Ketilsson, fjallkóng ur Flóamanna,

Aldís Þórunn Bjarnardóttir og Geir Gíslason á Stóru-Reykjum,

sem munu vista Flugfreyju fyrir Guðna, og Ólafur R. Dýrmundsson,

fyrrverandi landsráðunautur hjá BÍ.

Myndir / Hörður Kristjánsson. 

 

 

Var henni gefið nafnið Flugfreyja

 

Guðni Ágústsson fékk forystukind frá Ytra-Álandi

í Þistilfirði senda frá Húsavík með farþegaflugvél Ernis

 

 

Sá óvenjulegi heimsatburður átti sér stað í flugskýli flugfélagsins Ernis sunnudaginn 11. nóvember, að þar var tekið á móti norðlenskri forystukind sem kom fljúgandi frá Húsavík og henni gefið nafn með viðhöfn. 

 

Eigandi kindarinnar, Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, var þar mættur ásamt fríðu förnueyti til að taka á móti kindinni. 

 

„Þetta er gert forystukind inni til heiðurs. Hún er með mannsvit í veðrum, leiðir hjörðina og bóndann heim,“ segir Guðni.

 

Hópur manna kemur ár lega saman á kótilett kvöldi í Þingborg í Flóa til að safna fé til styrkt ar útgáfu Flóamannabókar. Þar eru kálfar og ýmsir aðrir vinning ar í verðlaun í happdrætti og síðustu þrjú árin hefur einnig verið meðal vinn inga foryst ugim ur frá Skúla Ragnaarssyni, bónda á Ytra-Álandi í Þistilfirði. Sá sem hreppti gimbrina í haust gat ekki tekið við henni og gerðu þeir Guðni þá kaup með sér og Guðni eignaðist kindina. Gimbrin er þrílembingur undan Slyddu á Ytra-Álandi og Strump frá Gunnarsstöðum,  svört með hvítar hosur.

 

Guðni hringdi í Aðalstein Baldursson, verkalýðsforingja á Húsavík, og bað hann um að sækja fyrir sig svörtu gimbrina og koma henni suður. Gimbrina geymdi Aðalsteinn í bílskúrnum heima hjá sér og sendi síðan með áætlunarvél Ernis til Reykjavíkur á sunnudag.

 

Tekið var við henni með viðhöfn á Reykjavíkurflugvelli. Hörður Guðmundsson, eigandi flugfélagsins, hellti yfir hana sunnlensku rigningarvatni úr glasi og gaf henni nafnið Flugfreyja. 

 

Guðni segir að Geir Gíslason, bóndi á Stóru-Reykjum í Flóa, muni fóstra gimbrina fyrir sig. Vænti Guðni þess að Flugfreyja muni fara fyrir kindahjörð hans, en hún verður þó ekki eina forystukindin í þeirri hjörð. „Forystukindin er sérstakt fjárkyn, einstakt á heimsvísu. Þyrfti að rannsaka það frekar, meðal annars hvaðan kynið er komið,“ segir Guðni. 

 

 Við athöfnina var boðið upp á veglega tertu með nafni Flugfreyju undir mynd af henni sjálfri.

Þá lýsti Ólafur R. Dýrmundsson stuttlega þessu einstaka fjárkyni. 

 

 

Hörður Guðmundsson flugstjóri gaf forystukindinni nafnið Flugfreyja

með  því að stökkva á hana sunnlensku rigningarvatni í votta viðurvist. 

.

 

Jónína Guðmundsdóttir, eiginkona Harðar Guðmundssonar og meðeigandi

í flugfélaginu Erni, gaf Guðna Ágústsyni fyrsta bitann af tertunni góðu.

Næstur í röðinni var Jóhannes Kristjánsson eftirherma og Guðni hinn mesti.
Bændablaðið - Hörður Kristjánsson.

 


Skráð af Menningar-Staður.