Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.11.2018 21:25

Þrettán sækja um mannauðsstjórann í Árborg

 

 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á dögunum tillögu

Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, um að ráðinn verði

mannauðsstjóri til sveitarfélagsins frá næstu áramótum.

 

 

Þrettán sækja um mannauðsstjórann í Árborg

 

 

Þrettán umsækjendur eru um nýtt starf mannauðsstjóra hjá Sveitarfélaginu Árborg sem auglýst var á dögunum. Mannauðsstjórinn á að hefja störf um áramótin.

 

Umsækjendurnir eru:

 

Baldur Þ. Guðmundsson, fv. útibússtjóri
Bergdís Linda Kjartansdóttir, sérfræðingur á mannauðssviði
Elsa María Rögnvaldsdóttir, sviðsstjóri kjaramála
Emilia Christina Gylfadóttir, sérkennari
Hafdís Bjarnadóttir, samskiptafulltrúi
Hólmsteinn Jónasson, sérfræðngur í mannauðssmálum
Indriði Indriðason, fv. sveitarstjóri
Inga Jara Jónsdóttir, ráðgjafi
Linda Björk Hávarðardóttir, vendor manager
Ólöf Jóna Tryggvadóttir, verkefnastjóri í mannauðsdeild
Stefan Petursson, sjúkraflutningamaður
Thelma Sigurðardóttir, fv. leikskólastjóri
Valdimar Þór Svavarsson, fyrirlesari/ráðgjafi

 

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á dögunum tillögu Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, um að ráðinn verði mannauðsstjóri til sveitarfélagsins frá næstu áramótum.

 

Í greinargerð með tillögunni segir að mjög hafi komið fram í máli starfsmanna og kjörinna fulltrúa að þörf sé á ráðningu mannauðsstjóra til sveitarfélagsins. Almennt megi reikna með að mannauðsstjóra sé þörf þegar starfsmannafjöldi nær 80-120 en starfsmenn Árborgar eru fleiri en 700.Skráð af Menningar-Staður.