Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.11.2018 06:44

Útvörðurinn á Baugsstöðum

 

 

 

Útvörðurinn á Baugsstöðum

 

 

Frum­sýnd verður í Bíó­hús­inu á Sel­fossi nú í vik­unni heim­ild­ar­mynd­in Útvörður­inn sem er um Sig­urð Páls­son, bónda og vita- og safn­vörð á Baugs­stöðum í Flóa.

 

Það var Gunn­ar Sig­ur­geirs­son á Sel­fossi sem gerði mynd­ina í sam­starfi við Byggðasafn Árnes­inga og Menn­ing­ar­ráð Suður­lands. Sig­urður er fróður um sagna­slóðir við strönd­ina frá Loftsstaðahól að Fornu-Baugs­stöðum, sem eru skammt aust­an við Stokks­eyri.

 

Í mynd­inni er fléttað sam­an dag­legt líf Sig­urðar og saga Fló­ans frá land­náms­öld og til dags­ins í dag. Í mynd­inni fylg­ir Sig­urður áhorf­end­um á sögu­slóðir við strönd­ina frá Knarr­arós­vita að Loftsstaðahól þar sem Galdra-Ögmund­ur varðist land­töku Tyrkja. Sagt er frá sjó­sókn á Loftsstaðas­andi, Þuríði for­manni og sjáv­ar­flóðum á Eyr­um. Rjóma­búið á Baugs­stöðum og Flóa­á­veit­an koma við sögu.

 

Einnig er sagt frá stríðsár­un­um og mann­líf­inu í sveit­inni. Saga staðar­ins er í hnot­skurn sunn­lenskr­ar bænda­menn­ing­ar og þeirr­ar tækni­bylt­ing­ar er átti sér stað með virkj­un vatns­afls­ins er vatns­hjól Baugs­staðar­jóma­bús­ins fór að snú­ast árið 1905. Þá seg­ir Sig­urður frá Knarr­arós­vita, sem er ein hæsta bygg­ing á Suður­landi.

 

Mynd­in er sýnd í Bíó­hús­inu í Hót­el Sel­fossi 1., 2. og 3. des­em­ber 2018, klukk­an 17 alla þessa daga.

 

Aðgang­ur er ókeyp­is.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður