Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.11.2018 06:50

Akstur Ásmundar ekki brot á reglum

 

 

Ásmundur Friðriksson.

 

Akstur Ásmundar ekki brot á reglum

 

For­sæt­is­nefnd Alþing­is tel­ur ekk­ert gefa til kynna að hátt­erni Ásmund­ar Friðriks­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, í tengsl­um við end­ur­greidd­an akst­urs­kostnað hafi verið and­stætt siðaregl­um alþing­is­manna. Þá tel­ur nefnd­in ekki til­efni til þess að hefja al­menna rann­sókn á end­ur­greidd­um akst­urs­kostnaði þing­manna.

 

Þetta kem­ur fram í svari for­sæt­is­nefnd­ar við er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata.

 

For­sæt­is­nefnd tel­ur ekki að fram hafi komið upp­lýs­ing­ar eða gögn sem sýni að til staðar sé grun­ur um refsi­verða hátt­semi sem kæra beri til lög­reglu sem meint brot á regl­um for­sæt­is­nefnd­ar um end­ur­greiðslu akst­urs­kostnaðar.

 

Björn Leví óskaði eft­ir því að for­sæt­is­nefnd kannaði sér­stak­lega hvert og eitt ferðatil­efni þar sem þingmaður hefði fengið end­ur­greidd­an akst­urs­kostnað og hvort ástæða væri til þess að höfða gegn þeim siðareglu­mál. Til vara, féll­ist for­sæt­is­nefnd ekki á þá kröfu, óskaði Björn eft­ir því að at­hugað yrði hvort Ásmund­ur hefði brotið siðaregl­ur vegna end­ur­greiðslna sem hann fékk fyr­ir akst­urs­kostnað.

 

Hafnaði öll­um ásök­un­um

 

Vegna þessa máls ritaði Ásmund­ur bréf til for­sæt­is­nefnd­ar. Þar hafn­ar hann því með öllu að hafa mis­notað aðstöðu sína og lagt fram mis­vís­andi reikn­inga eða reikn­inga vegna per­sónu­legs akst­urs. Ásak­an­ir um fjár­svik séu rang­ar.

 

„Ég hef gert grein fyr­ir ferðum mín­um í hvert sinn og fylgt þar í einu og öllu regl­um um þing­far­ar­kostnað, vinnu­regl­um skrif­stofu Alþing­is og leiðbein­ing­um um end­ur­greiðslu ferðakostnaðar,“ rit­ar Ásmund­ur.

 

Hann upp­lýs­ir jafn­framt að hafa í fe­brú­ar á þessu ári end­ur­greitt 178 þúsund krón­ur vegna ferðakostnaðar í tengsl­um við þátta­gerð fyr­ir ÍNN. Seg­ist hann ekki hafa þegið laun sem þátta­stjórn­andi hjá ÍNN en tekið viðtöl við áhuga­vert fólk í kjör­dæm­inu. Ásmund­ur seg­ir þetta hafa orkað tví­mæl­is og því hafi hann end­ur­greitt ferðakostnaðinn.Morgunblaðið 27. nóvember 2018.

 

 

Ásmundur Friðriksson er hér í Alþýðuhúsinu á Eyrarbakka þangað sem

hann hefur oft komið á liðnum árum.

Aðdáunarverð er ræktarsemi Ásmundar við fólk i öllu Suðurkjördæmi. 

Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.Skráð af Menningar-Staður.