Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.11.2018 06:34

Hljóðfæri mikilla möguleika

 


Tón­listar­fólk. Björg­vin Tóm­as­son org­elsmiður og Hrönn Helga­dótt­ir

org­an­ist við alt­ari Guðríðar­kirkju með org­elið í bak­sýn.

Það verður vígt við hátíðlega at­höfn á öðrum sunnu­degi í aðventu,

em er eft­ir tæp­ar tvær vik­ur.

 

 

Hljóðfæri mikilla möguleika

 

 

Org­elið í öllu sínu veldi. Nú er verið að fínstilla nýtt org­el

í Guðríðar­kirkju í Grafar­holti, sem er vin­sæl til tón­leika­halds.

Hljóðfærið hæf­ir hús­inu vel og radd­irn­ar fylla hvert rými þess.

 

 

Pípu­org­elið er eins og heil sin­fón­íu­hljóm­sveit,“ seg­ir Hrönn Helga­dótt­ir org­an­isti í Guðríðar­kirkju í Grafar­holti í Reykja­vík. „Mögu­leik­arn­ir sem þetta hljóðfæri skap­ar eru mikl­ir og fyr­ir mig hafa verið for­rétt­indi að fylgj­ast með smíði þess og vera með í ráðum. Það er líka að koma á dag­inn að org­elið hæf­ir þessu húsi vel vel. Hjómb­urður­inn hér er góður og radd­ir org­els­ins fylla kirkj­una.“

 

Píp­urn­ar eru 1.112

Þessa dag­ana er verið að leggja loka­hönd á upp­setn­ingu nýs nítj­án radda pípu­org­els í Guðríðakirkju, sem verður svo vígt við hátíðlega at­höfn þann 9. des­em­ber næst­kom­andi. Það er ann­ar sunnu­dag­ur í aðventu og þá er jafn­framt tíu ára vígslu­af­mæli kirkj­unn­ar. Form­leg­ur vígslu­dag­ur var 7. des­em­ber 2008, en í sept­em­ber það ár var samið við Björg­vin Tóm­as­son org­elsmið á Stokks­eyri um hljóðfæri í kirkj­una. Hann var aðeins kom­inn af stað þegar banka­kerfið á Íslandi hrundi svo allt fór í baklás svo setja þurfti smíðina á ís. Nokkr­um árum síðar gat Björg­vin svo tekið aft­ur upp þráðinn; að smíða org­elið með sínu flókna gang­virki og píp­um bæði úr tré og málmi sem eru 1.112 tals­ins. Sjálf­ur vann hann mikið að smíði og­els­ins í Guðríðar­kirkju en aðrir sem að verk­inu komu eru Jó­hann Hall­ur Jóns­son, Guðmund­ur Gest­ur Þóris­son, Júlí­us Óttar Björg­vins­son og Mar­grét Erl­ings­dótt­ir.

 

Hef­ur smíðað 38 org­el

Safnað hef­ur verið fyr­ir org­el­inu með frjáls­um fram­lög­um, tón­leika­haldi og ýms­um öðrum leiðum. Safn­ast þegar sam­an kem­ur, eins og mál­tækið herm­ir, og allt hafðist á end­un­um þótt hægt miðaði um hríð.

 

„Moz­art sagði að pípu­org­elið væri drottn­ing hljóðfær­anna og hafði sjálfsagt nokkuð til síns máls þar. Þetta eru stór­kost­leg hljóðfæri, en vissu­lega nokkuð flók­in að allri gerð. Í svona verk­efni fara þúsund­ir vinnu­stunda,“ seg­ir Björg­vin. Hann hef­ur með sínu fólki smíðað 38 org­el af ýms­um stærðum og gerðum sem eru í kirkj­um vítt og breitt um land.

 

Tón­list­ar­starf í Guðríðar­kirkju hef­ur frá fyrstu tíð verið öfl­ugt. Þar eru tveir barnakór­ar og svo kirkju­kór sem Hrönn Helga­dótt­ir stjórn­ar, en hún kom til starfa við Grafar­holts­söfnuð tals­vert löngu áður en kirkj­an var reist, en áður var sal­ur í þjón­ustu­blokk aldraðra við Þórðarsveig nýtt­ur til helgi- og sam­komu­halds. „Þegar kirkj­an var tek­in í gagnið feng­um við Est­onia-flygil; frá­bært hljóðfæri sem er í miklu upp­á­haldi hjá mér. En org­elið nýja er sem allt önn­ur ver­öld. Með því hægt að kalla fram ótrú­leg­ustu hljóma og skapa margt skemmti­legt,“ seg­ir Hrönn Helga­dótt­ir að síðustu.

Hljóðfærið.

Kirkj­an ómar öll, er sungið í sálmi eft­ir Stefán frá Hvíta­dal.

— Morg­un­blaðið/?Sig­urður Bogi

 

 

Morgunblaðið 27. nóvember 2018.
Sig­urður Bogi Sæv­ars­son
sbs@mbl.isSkráð af Menningar-Staður.