Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.12.2018 08:55

Merkir Íslendingar - Þorsteinn Gíslason

 


Þorsteinn Gíslason (1928 - 2014)
 

 

Merkir Íslendingar - Þorsteinn Gíslason

 

Þor­steinn Gísla­son fædd­ist í Kot­hús­um í Garði 1. desember 1928,

son­ur hjón­anna Gísla Árna Eggerts­son­ar, skip­stjóra þar, og Hrefnu Þor­steins­dótt­ur hús­freyju. Bróðir Gísla Árna var Þor­steinn, faðir Eggerts G. Þor­steins­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.

 

Bræður Þor­steins Gísla­son­ar: Eggert, skip­stjóri og afla­kóng­ur í Reykja­vík, og Árni, skip­stjóri í Reykja­vík og lengi starfsmaður SÞ, en hann lést 1997.

 

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Þor­steins er Vil­borg Vil­mund­ar­dótt­ur handa­vinnu­kenn­ari. For­eldr­ar henn­ar voru Vil­mund­ur Gísla­son, bóndi í Króki í Garðabæ, og k.h., Þor­björg Stef­an­ía Guðjóns­dótt­ir hús­freyja. Börn Þor­steins og Vil­borg­ar eru Vil­mund­ur, bygg­inga­meist­ari og grunn­skóla­kenn­ari; Gísli, pró­fess­or við HÍ; Hrefna arki­tekt og Þor­björg, verk­efna­stjóri við HÍ.

 

Þor­steinn tók kenn­ara­próf frá KÍ 1952, próf frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík 1953 og stundaði fram­halds­nám í stjórn­un og tækni­grein­um sjáv­ar­út­vegs í Dan­mörku og Nor­egi 1975-76 og í Banda­ríkj­un­um 1978.

 

Þor­steinn var skóla­stjóri Gerðaskóla í Garði 1954-60, stýri­maður og skip­stjóri á sumr­um frá 1953-80 og landsþekkt aflakló, var kenn­ari í Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík 1960-82, vara­fiski­mála­stjóri 1969-83 og fiski­mála­stjóri 1983-93.

 

Þor­steinn var varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík 1967-71, sat í stjórn Fiski­fé­lags Íslands 1969-82, í stjórn Síld­ar­verk­smiðja rík­is­ins frá 1971 og stjórn­ar­formaður þar 1977-95, í stjórn BÚR 1976-82, í stjórn Afla­trygg­inga­sjóðs og stjórn­ar­formaður hans 1983-86, í stjórn Bjargráðasjóðs 1983-93, í stjórn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar 1983-93 og sat í fjölda stjórn­skipaðra nefnda. Hann skrifaði fjölda greina um sjáv­ar­út­veg og sjáv­ar­út­vegs­fræðslu. Hann hlaut ridd­ara­kross hinn­ar ís­lensku fálka­orðu 1995.

 

Þor­steinn lést 12. ágúst 2014.Morgunblaðið.

 

 

Aflaskipið Víðir II GK-275 frá Graði kemur inn til Raufarhafnar með síld.
Skipstjóri þar Þorsteinn Gíslason. 
Skráð af Menningar-Staður