Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.12.2018 19:32

Anna María Tómasdóttir - Fædd 4. okt. 1939 - Dáin 12. des. 2018 - Minning

 

 

 

Anna María Tómasdóttir (1939 - 2018).

 

 

Anna María Tómasdóttir

 

- Fædd 4. okt. 1939 - Dáin  12. des. 2018 - Minning

 

 

Anna María Tóm­as­dótt­ir fædd­ist í Skálm­holti í Vill­inga­holts­hreppi 4. októ­ber 1939.

Hún lést á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands á Sel­fossi 12. des­em­ber 2018.

For­eldr­ar henn­ar voru Bergþóra Björns­dótt­ir, f. á Björn­ólfs­stöðum í A-Hún. 20.3. 1910, d. 13.8. 1946, og Tóm­as Guðbrands­son, f. á Bola­fæti í Hruna­manna­hreppi 8.5. 1897, d. 27.6. 1984. Syst­ur Önnu Maríu eru Elín, f. 12.9. 1935, d. 3.10. 2007, Hólm­fríður Guðbjörg, f. 6.8. 1937, Ásta Guðrún, f. 4.10. 1939, og Bryn­hild­ur, f. 19.10. 1943. Eft­ir að móðir Önnu Maríu lést ólst hún upp hjá Guðrúnu föður­syst­ur sinni í Ketlu á Rangár­völl­um.

 

Anna María gift­ist 25.12. 1957 Gúst­afi Lilliendahl, f. í Reykja­vík 10.7. 1936.

For­eldr­ar hans voru Jón­as Lilliendahl, f. á Vopnafirði 30. nóv­em­ber 1905, d. 12.3. 1975, og Mar­grét Jóns­dótt­ir, f. á Hól­um í Öxna­dal 16. mars 1908, d. 9.5. 1994.

 

Börn Önnu Maríu og Gúst­afs eru:

a) Jón­as Rafn, f. 30.9. 1957, maki Mar­grét Katrín Erl­ings­dótt­ir, f. 4.3. 1962, börn 1) Gúst­af, f. 25.6. 1987, kvænt­ur Unni Magnús­dótt­ur, þeirra börn Dísella María, Jó­hanna Vin­sý og Irma Katrín. 2) Marinó Geir, f. 23.3. 1990. Son­ur Mar­grét­ar Katrín­ar er Erl­ing­ur Örn Haf­steins­son, f. 18.7. 1982, sam­býl­is­kona Stein­unn Camilla Stones, barn þeirra er Al­ex­andra Elly,

b) Atli, f. 27.5. 1961, maki Inge Heinrich, f. 9.6. 1967. Börn þeirra eru 1) Ittu Ju­lius, f. 28. apríl 1990, sam­býl­is­kona Naja­araq Lennert Ol­sen, barn þeirra Malik Marley. 2) Frosti Freyr, f. 20.8. 1991, sam­býl­is­kona Avi­ana Kleist, dótt­ir þeirra er Bibi. Börn Atla með Sigrúnu Brynju Ólafs­dótt­ur eru 1) Hulda Dröfn, f. 25.6. 1982, sam­býl­ismaður Davíð Hall­dór Lúðvíks­son, dótt­ir Huldu er Eva Sig­ríður Jak­obs­dótt­ir, dótt­ir þeirra er Pia Rún. 2) Ívar, f. 3.5. 1984, kvænt­ur Höllu Mar­gréti Viðars­dótt­ur, börn Andrea Rán, Emma Dröfn og Elías Freyr.

c) Mar­grét, f. 6.8. 1963, maki Jón Bjarna­son, f. 15.12. 1957. Börn Mar­grét­ar eru 1) Katrín Guðjóns­dótt­ir, f. 1.1. 1980, sam­býl­ismaður Eg­idijus Jan­kauskas, þeirra börn Kristey, Tóm­as og Aron. 2) Stefán Ármann Þórðar­son, f. 29.5. 1987, sam­býl­is­kona Berg­lind Jóns­dótt­ir, þeirra barn er Saga.

 

Anna María gekk í Kvenna­skól­ann í Reykja­vík. Hún starfaði við af­greiðslu- og skrif­stofu­störf alla sína starfsævi. Starfaði m.a. hjá Mjólk­ur­búi Flóa­manna, Kaup­fé­lagi Árnes­inga, hrepps­skrif­stof­unni á Eyr­ar­bakka og hjá Sýslu­mann­in­um á Sel­fossi. Hún var virk­ur meðlim­ur í Kven­fé­lagi Eyr­ar­bakka þegar hún bjó þar. Þá var hún ein af stofn­end­um Rbst. Nr. 9 Þóru á Sel­fossi og sinnti hún ýms­um embætt­is­störf­um inn­an Odd­fellow.

 

Útför Önnu Maríu fórr fram frá Sel­foss­kirkju í dag, 21. des­em­ber 2018.


Morgunblaðið.


Skráð af Menningar-Staður.