Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.01.2019 17:47

Merkir Íslendingar - Þórhallur Ásgeirsson

 

 

Þórhallur Ásgeirsson (1919 - 2005).

 

 

Merkir Íslendingar - Þórhallur Ásgeirsson

 

 

Þór­hall­ur Ásgeirs­son fædd­ist í Lauf­ási í Reykja­vík 1. janú­ar 1919. For­eldr­ar hans voru hjón­in Ásgeir Ásgeirs­son, for­seti Íslands, f. 1894, d. 1972, og Dóra Þór­halls­dótt­ir, f. 1893, d. 1964, syst­ir Tryggva for­sæt­is­ráðherra Þór­halls­son­ar bisk­ups Bjarn­ar­son­ar.

 

Þór­hall­ur varð stúd­ent frá MR 1937 og stundaði nám í hag­fræði og stjórn­mála­fræði við Stokk­hólms­háskóla 1937-1939 og á stríðsár­un­um við Há­skól­ann í Minnesota, BNA, þar sem hann lauk BA-prófi 1941 og masters­prófi 1942.

 

Að námi loknu hóf Þór­hall­ur störf sem viðskipta­full­trúi við sendi­ráð Íslands í Banda­ríkj­un­um og starfaði þar til stríðsloka. Árið 1947 tók Þór­hall­ur við starfi ráðuneyt­is­stjóra í viðskiptaráðuneyt­inu og starfaði þar sam­fleytt til sjö­tugs, að frá­dregn­um fjór­um árum sem full­trúi Norður­landa við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn í Washingt­on.

 

Á starfs­ferli sín­um vann Þór­hall­ur að mik­il­væg­um viðskipta­mál­um Íslands í fjóra ára­tugi og mótaði viðskiptaráðuneytið á um­brota­tím­um. Hann tók þátt í að skipu­leggja viðtöku Mars­hallaðstoðar­inn­ar, leiddi gerð tví­hliða viðskipta­samn­inga við Rúss­land og önn­ur ríki Aust­ur-Evr­ópu. Þór­hall­ur var aðal­samn­ingamaður við inn­göngu Íslands í EFTA 1970 og annaðist samn­inga fyr­ir Íslands hönd við Efna­hags­banda­lag Evr­ópu 1972. Þór­hall­ur sat í stjórn Nor­ræna fjár­fest­inga­bank­ans (NIB) um ára­bil, var m.a. formaður Verðlags­ráðs, sam­starfs­nefnd­ar um gjald­eyr­is­mál og lang­lána­nefnd­ar og var formaður Hrafns­eyr­ar­nefnd­ar í tutt­ugu ár.

 

Þór­hall­ur var sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu 1956, stór­ridd­ara­krossi 1969 og stjörnu stór­ridd­ara 1980, Dann­e­brogs­or­d­en, sænska Nord­stjärn­or­d­en, Fin­lands Lejon Or­d­en og Den Kong­elige Nor­ske Sankt Olavs Or­d­en.

 

Eig­in­kona Þór­halls var Lilly Knudsen, f. 2.6. 1919, d. 23.1. 2016, frá Nor­egi. Börn þeirra eru Sverr­ir, Dóra, Ragna og Sól­veig.

 

Þór­hall­ur lést 12. nóv­em­ber 2005.Morgunblaðið 2. janúar 2019.


Þórhallur Ásgeirsson á Hrafnseyri við Arnarfjörð þann 3. ágúst 1980.

 

 
 

 


Skráð af Menningar-Staðu