Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

11.01.2019 21:07

Brúnastaðasystkinin eru 1.000 ára í dag

 

Ágústs­börn. Í fremri röð frá vinstri, Geir, sem er af­mæl­is­barn dags­ins,

Bragi, Hjálm­ar, Gísli sem lést 2006, Tryggvi, Þor­steinn, Þor­vald­ur og Ketill.

Í aft­ari röð eru, frá vinstri, Valdi­mar, Guðni, Auður, Hrafn­hild­ur, Ásdís,

Guðrún, Sverr­ir og Jó­hann. Systkin­in fimmtán búa öll, að Guðna frá­töld­um,

á Suður­landi.
Mynd frá ár­inu 2005.

 

 

Brúnastaðasystkinin eru 1.000 ára í dag

 

• Sextán og fimmtán lifa 

• Fjölmennur hópur úr Flóanum 

• Fædd á árunum 1942-1963

 • Öll eru þau við góða heilsu 

• Lífið hefur leikið við okkur,

segir Ásdís Ágústsdóttir sem er elst systkinanna

 

Sam­an­lagður ald­ur fimmtán systkina frá Brúna­stöðum í Flóa nær í dag slétt­um þúsund árum. Geir Ágústs­son, bóndi í Gerðum í Flóa, verður í dag, 11. janú­ar, 72 ára en hann er fimmti elsti af systkin­un­um sem voru alls sex­tán. Gísli, sem var fjórði í ald­urs­röðinni, lést 2006 og er utan við fram­an­greinda summu.

 

Bönd­in eru sterk

For­eldr­ar þessa stóra systkina­hóps voru Ágúst Þor­valds­son, bóndi og alþing­ismaður, og Ing­veld­ur Ástgeirs­dótt­ir, sem bæði eru lát­in. „Við systkin­in erum öll við góða heilsu og í stór­um drátt­um má segja að lífið hafi leikið við okk­ur,“ seg­ir Ásdís Ágústs­dótt­ir sem er fædd árið 1942 og er elst systkin­anna. „Nei, mér finnst ég aldrei hafa átt mörg systkini eða velt því mikið fyr­ir mér. Ég þekki ekki annað en að hafa verið í þess­um stóra barna­hópi. Já, við höld­um vel hóp­inn, bönd­in milli okk­ar systkin­anna eru sterk og alltaf tals­verður sam­gang­ur milli fólks.“

 

Ásdís býr á Sel­fossi en fjór­tán systkin­anna búa á Suður­landi. Í Reykja­vík býr Guðni, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra.

„Við feng­um kjarn­góðan mat í for­eldra­hús­um, vor­um starf­andi og alltaf á hreyf­ingu. Það skýr­ir sjálfsagt að ein­hverju leyti að okk­ur öll­um heils­ast vel þótt ár­un­um fjölgi,“ seg­ir Guðni. „Við systkin­in erum öll utan eitt fædd í hjóna­rúm­inu heima þar sem Arn­dís amma okk­ar var ljós­móðir, en því embætti gegndi hún í sinni sveit. Og á stóru heim­ili urðu all­ir að hjálp­ast að. Pabbi klippti okk­ur bræður á sunnu­dög­um þegar hann kom heim af þing­inu um helg­ar væri ekki messa í Hraun­gerði. Það hefði kostað drjúg­an skild­ing­inn að senda 16 börn tíu sinn­um á ári til rak­ar­ans.“

 

91 karl og 55 kon­ur

Systkin­in frá Brúna­stöðum eru í ald­urs­röð: Ásdís, f. 1942; Þor­vald­ur, f. 1943; Ketill Guðlaug­ur, f. 1945; Gísli, f. 1946. d. 2006; Geir, f. 1947; Hjálm­ar, f. 1948; Guðni, f. 1949; Auður, f. 1950; Valdi­mar, f. 1951; Bragi, f. 1952; Guðrún, f. 1954; Tryggvi, f. 1955; Þor­steinn, f. 1956; Hrafn­hild­ur, f. 1957; Sverr­ir, f. 1959; Jó­hann, f. 1963. – Barna­börn Brún­astaðahjón­anna eru alls 49; barna­barna­börn eru sam­tals 77 og fjög­ur eru kom­in í fimmta ættlið. Alls eru þetta 146 manns; 91 karl og 55 kon­ur

 

Þrír aðrir systkina­hóp­ar sem nú eru á lífi hafa náð þúsund ára aldri, elsti hóp­ur­inn er frá Kjóa­stöðum í Bisk­upstung­um en heild­ar­ald­ur hans er nú 1.070 ár. Sex­tán systkini frá Gunn­laugs­stöðum í Staf­holtstung­um í Borg­ar­f­irði eiga Íslands­metið, sem er frá 1991, 1.215 ár.

 

Morgunblaðið 11. janúarr 2018
Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

 

 

Skráð af menningar-Staður.