Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.01.2019 17:26

Fimmtíu ár frá síðustu tónleikum Bítlana

 

 

Sjá;

https://www.youtube.com/watch?v=NCtzkaL2t_Y

 

 

Fimmtíu ár frá síðustu tónleikum Bítlana

 

 

Fimmtíu ár eru liðin í dag frá því að fjórmenningarnir

í hljómsveitinni The Beatles héldu sína síðustu tónleika.

r að gera nýja heimildarmynd um fjórmenningana,

byggða á mörgum klukkustundum af áður óútgefnu efni.

 

 

The Beatles, eða bresku Bítlarnir, eins og þeir voru iðulega kallaðir hér á landi, voru við það að slíta samstarfinu þegar þeir fengu þá skyndihugdettu að leika nokkur lög uppi á þaki á skrifstofubyggingu fyrirtækis þeirra, Apple Records, við Savile Row í miðborg Lundúna. Til tónleikanna var efnt þar sem verið var að vinna að heimildamynd um gerð plötu þeirra Let It Be, sem kom út ári síðar.

 

Upphaflega stóð til að tónleikarnir yrðu í tvö þúsund ára hringleikahúsi í Túnis, en George Harrison harðneitaði að fara þangað. Hann tók nauðugur þátt í þaktónleikunum 30. janúar, en af svipbrigðum hans má ráða að hann hafi sæst við að leika nokkur lög með félögum sínum þegar á leið.

 

Bítlarnir höfðu ekki sótt um leyfi til tónleikahalds í miðborginni. Múgur og margmenni safnaðist saman á götunni neðan við Apple-bygginguna og olli umferðartruflunum. Einnig var kvartað yfir hávaða. Lögregla var kölluð til, en lögreglumaðurinn sem var fyrstur á vettvang, 21 árs nýliði í miðborgarlögreglunni, segist hafa orðið sem bergnuminn þegar hann kom upp á þak og sá hverjir voru að framkalla hávaðann sem barst frá þakinu.

 

Alls léku The Beatles fimm lög á þessum lokatónleikum sínum, þar af nokkur oftar en einu sinni. Eftir 42 mínútna leik var hljómsveitin beðin um að draga úr hljóðstyrknum og þar með var tónleikunum lokið. John Lennon átti lokaorðið. Hann þakkaði viðstöddum fyrir og kvaðst vonast til þess að hljómsveitin hafi staðist áheyrnarprófið. Alls voru um það bil tuttugu manns á þessum lokatónleikum á þakinu, að hljómlistarmönnunum meðtöldum.

 

Nokkur laganna sem leikin voru rötuðu síðar á hljómplötur og í heimildamyndina Let It Be. Mikið efni sem tekið var upp fyrir hana komst ekki að, eða um 55 klukkustundir. Kvikmyndaleikstjórinn Peter Jackson hefur tekið að sér að fara yfir allt þetta efni og gera úr því nýja kvikmynd sem ákveðið hefur verið að verði einnig nefnd Let It Be.www.ruv.is og www.visir.is

 

Skráð af Menningar-Staður