Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.01.2019 07:02

Merkir Íslendingar - Björn Bjarnason

 

 

Björn Bjarnason (1899 - 1984).

 

 

Merkir Íslendingar - Björn Bjarnason

 

 

Björn Bjarna­son fædd­ist 30. janú­ar 1899 á Hösk­ulds­stöðum á Skaga­strönd, A.-Hún.

For­eldr­ar hans voru Bjarni Sig­urðsson, lengst af vinnumaður í Vatns­dal og síðast sjó­maður í Kálf­ham­ars­vík á Skaga, og Sól­veig Andrés­dótt­ir, vinnu­kona og bjó síðan með Þórði Jó­hann­es­syni á Blönduósi. Björn ólst upp hjá móður sinni þar sem hún var vi­st­ráðin hverju sinni en flutt­ist svo með henni inn á heim­ili Þórðar.

 

Björn stundaði sjó­mennsku á ár­un­um 1915-1928 með heim­ili á Blönduósi. Hann þurfti að hætta sjó­mennsku vegna tauga­bólgu í fingr­um, fór í land og vann hjá fyr­ir­tæk­inu Hreini hf. í Reykja­vík 1928-1934 og hjá Smára og Sápu­gerðinni Frigg á ár­un­um 1934-1967. Björn varð síðan starfsmaður Iðju 1967-1983.

Björn var einn af stofn­end­um Komm­ún­ista­flokks Íslands árið 1930 og var í miðstjórn hans alla tíð og síðan í miðstjórn Sósí­al­ista­flokks­ins til 1962 en þá fannst Birni flokk­ur­inn hafa fjar­lægst upp­haf­leg stefnumið sín.

 

Björn var stofn­andi Iðju, fé­lags verk­smiðju­fólks í Reykja­vík, árið 1934. Björn var rit­ari Iðju 1934-1942 og formaður Iðju 1942-1947 og aft­ur 1950-1957. Björn sat í miðstjórn ASÍ 1942-1948 og 1956-1958. Hann var formaður full­trúaráðs verka­lýðsfé­lag­anna í Reykja­vík um sex ára skeið. Þá var Björn fyrsti formaður Lands­sam­bands iðnverka­fólks 1973-1978.

 

Björn var bæj­ar­full­trúi í Reykja­vík 1934-1950 og fyrsti full­trúi Komm­ún­ista­flokks­ins í borg­inni og varamaður í bæj­ar­ráði 1946-1950. Hann var í hafn­ar­stjórn tvö kjör­tíma­bil og varamaður í bygg­ing­ar­nefnd í fjög­ur ár. Björn var kjör­inn heiðurs­fé­lagi Iðju 1949.

 

Fyrri kona Björns var Bryn­hild­ur Magnús­dótt­ir, f. 1904, d. 1980, hús­freyja, en þau skildu. Son­ur þeirra er Þórir, f. 1926, bú­sett­ur í Reykja­vík. Seinni kona Björns var Guðný Sig­urðardótt­ir, f. 1919, d. 1999, hús­freyja.

 

Björn lést 19. janú­ar 1984.


Morgunblaðið

 

Skráð af Menningar-Staður.