Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

23.02.2019 21:36

Merkir Íslendingar - Jón Gíslason

 


Jón Gíslason (1909 - 1980).
 

 

Merkir Íslendingar - Jón Gíslason

 

 

Jón Gísla­son fædd­ist 23. fe­brú­ar 1909 í Gaul­verja­bæ í Flóa.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Gísli Hann­es­son, f. 1875, d. 1913, bóndi þar og síðar í Dal­bæ, og Mar­grét Jóns­dótt­ir, f. 1885, d. 1930, hús­freyja.

 

Jón varð stúd­ent frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík 1929, lærði síðan lat­ínu og grísku, og ensku og frönsku sem auka­grein­ar, í Berlín 1929-31, fór þaðan í nám til Mün­ster og lauk þaðan doktors­prófi 1934. Hann var í náms­dvöl í Par­ís 1931 og fór til Dan­merk­ur, Þýska­lands og Frakk­lands 1955 til að kynna sér versl­un­ar­skóla.

 

Jón var kenn­ari við Verzl­un­ar­skóla Íslands frá 1935, varð yfir­kenn­ari 1942 og skóla­stjóri 1952-1979. Hann var far­sæll skóla­stjórn­andi og naut mik­ill­ar virðing­ar bæði nem­enda og starfs­fólks skól­ans. Í minn­ing­ar­grein seg­ir: „Jón aug­lýsti ekki ævi­starf sitt, held­ur rækti það af hóg­værð og lít­il­læti eins og ein­kenn­ir marga mik­il­hæfa menn.“

 

Jón var einnig mik­ilsvirt­ur þýðandi. Hann þýddi t.d. nokkra af grísku harm­leikj­un­um svo sem Sjö gegn Þebu og Refs­inorn­ir eft­ir Æský­los, Ödí­pús kon­ung, Ödí­pús í Kólonos og An­tígónu eft­ir Sófók­les og Medeu, Hippo­lýtos og Al­kest­is eft­ir Evripídes. Hann skrifaði einnig bók um gríska goðafræði sem nefnd­ist Goðafræði Grikkja og Róm­verja: for­söguald­ir, trú­ar­bragðaþróun, guðir og hetj­ur og kom fyrst út árið 1944 auk fjöl­margra náms­rita. Hann flutti einnig fjöl­mörg er­indi í Rík­is­út­varpið, einkum um forn­menn­ing­ar­leg efni.

 

Jón hafði for­göngu um stofn­un Fé­lags fram­halds­skóla­kenn­ara og var formaður þess og sat í stjórn Alli­ance Francaise.

 

Eig­in­kona Jóns var Lea Eggerts­dótt­ir, f. 10.5. 1910, d. 26.11. 1994, kenn­ari. For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Eggert Reg­in­balds­son, bóndi á Ei­ríks­stöðum í Ögur­sveit, og Hall­dóra Júlí­ana Har­alds­dótt­ir.

 

Syn­ir Jóns og Leu:

Eggert, f. 1941, d. 2016, borg­ar­hag­fræðing­ur, og Gísli, f. 1949. viðskipta­fræðing­ur.

 

Jón Gísla­son lést 16. janú­ar 1980.


Morgunblaðið.

 


Skráð af Menningar-Staður.