Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.02.2019 09:19

Kirkjráð Hrútavina í Hallgrímskirkju

 

 

Hallgrímskirkja á Skólavörðuholtinu í Reykjavík. Ljósm.: Víðir Björnsson.
 

 

Hallgrímskirkja á Skólavörðuholtinu í Reykjavík. Ljósm.: Víðir Björnsson.

 

 

   Kirkjuráð Hrútavina í Hallgrímskirkju

 

 

Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi var í síðustu viku á Skólavörðuholtinu í Reykjavík.  Kynnti sér og tók þátt í hinu fjölbreytta og vandaða kirkjustarfi í Hallgrímskirkju alla vikuna.Kirkjuráðið vildi jafnframt með nærveru sinni  heiðra minningu Skagfirðingsins séra Hallgríms Péturssonar, sálmaskálds, og Eyrbekkingsins Guðjóns Samúelssonar, arkitekts sem teiknaði Hallgrímskirkju hvað er hin mesta höfuðborgarprýði.

 

Fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu var sunnudagurinn fyrir viku – 17. febrúar 2019.  Þá var messa og barnastarf í Hallgrímskirkju kl. 11:00

 

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikaði og þjónaði fyrir altari ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni.

Messuþjónar aðstoðuðu og  félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju sungu. Organsti var Hörður Áskelsson.

Umsjón með barnastarfi höfðu Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Árnadóttir.Fastir liðir alla vikuna eru þessir:

 Kirkjuráðið kom í Hallgrímskirkju daglega þessa vikuna. 

Færði Árdegismessuna miðvikudaginn 20. febrúar kl. 8:00 til myndar.

Séra Ása Björk Ólafsdóttir þjónaði ásamt messuþjónum.

Messan var í rýminu aftan við altarið eins og sjá má á myndunum.
 

 

.

Við Árdegismessuna í Hallgrímskirkju. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

.

.

.

 Skráð af Menningar-Staður.