Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.02.2019 06:50

Geitur eru skemmtilegar en þrjóskar

 

 

 

 

 

Geitur eru skemmtilegar en þrjóskar

 

Þau láta sér ekki leiðast þó hætt séu að vinna.

Björg og Emil halda nokkr­ar geit­ur og kind­ur þar sem þau búa á Eyr­ar­bakka og auk þess safn­ar Emil kaffikrús­um.

Þau segja geit­ur vera sér­lega mann­elsk­ar skepn­ur.

 

Þessi bolla­söfn­un á upp­haf sitt í því að fyr­ir um þrjá­tíu árum átti ég er­indi í fyr­ir­tæki í Reykja­vík og á leið minni þaðan út sá ég í glugga á stiga­gang­in­um drullu­skít­uga krús sem merkt var fyr­ir­tæk­inu og ég greip hana og stakk henni í vas­ann. All­ar göt­ur síðan hef ég safnað fyr­ir­tækja­boll­um, ís­lensk­um og er­lend­um, og nú eru krús­irn­ar orðnar um 120. Ég setti mér ákveðið mark­mið þegar ég byrjaði að safna þess­um krús­um, þær áttu að vera merkt­ar fyr­ir­tækj­um og þeim átti að vera stolið. En ég hef farið mikið út af því spori í gegn­um tíðina, því fólk hef­ur gefið mér marg­ar krús­ir til að bæta í safnið. Ég er orðinn latur við að kíkja sjálf­ur eft­ir krús­um, krakk­arn­ir koma mest með þetta til mín núorðið,“ seg­ir Emil Ragn­ars­son þar sem hann sýn­ir blaðamanni bolla­safnið sitt á heim­ili sínu og eig­in­kon­unn­ar Ingi­bjarg­ar Guðmunds­dótt­ur á Eyr­ar­bakka.

Þegar boll­arn­ir eru skoðaðir kem­ur í ljós að marg­ir þeirra eru minn­is­varðar horf­inna fyr­ir­tækja. „Sum­ir þess­ir boll­ar hafa sann­ar­lega náð að end­ast bet­ur en fyr­ir­tæk­in sjálf, en svo eru líka marg­ir þeirra með eldri lógó­um sem ekki eru leng­ur í notk­un þó fyr­ir­tæk­in lifi, til dæm­is er hér gam­all bolli frá Lands­bank­an­um með lógói sem aðeins eldra fólk man eft­ir. Bank­arn­ir hafa sum­ir lagt upp laupa og lifnað við aft­ur með nýj­um lógó­um,“ seg­ir Emil og dreg­ur fram bolla frá Pósti og síma með löngu gleymdu lógói. At­hygli vek­ur að þrír boll­ar í safni Em­ils eru merkt­ir Morg­un­blaðinu og hafði sá nýj­asti bæst í hóp­inn aðeins fyr­ir viku , en allt eru það gaml­ir Mogga­boll­ar sem ekki sjást leng­ur á borðum í því fyr­ir­tæki.

„Ég á líka þrjá bolla úr Kántrýbæ á Skaga­strönd og eng­ir tveir eru eins. Einn er meira að segja með vísu: „Sendu burtu sorg og kvíða, söng­ur­inn til hjart­ans nær, á sér framtíð ör­ugg­lega, út­varps­stöðin Kántrý­bær.“

Þegar gramsað er í bolla­safni Em­ils kenn­ir ým­issa grasa, þar er meðal ann­ars Herjólf­ur, Vís­indakaffið, Kveðja úr Dýraf­irði og Skát­ar Úlfljóts­vatni. Og sum­ir boll­arn­ir tengj­ast góðum minn­ing­um, á ein­um þeirra stend­ur

„Til ham­ingju með Gils­fjarðar­brúna“. „Fyr­ir meira en tveim­ur ára­tug­um vann ég í þrjú ár við að brúa Gils­fjörðinn. Kaupmaður í sveit­inni lét gera bolla með þess­ari áletr­un og þegar brú­in var til­bú­in þá gaf hann okk­ur boll­ana sem vor­um að vinna við verkið.“

 

Geit­astandið hófst með hrekk

 

Í stofu þeirra hjóna, Em­ils og Bjarg­ar, eins og Ingi­björg er oft­ast kölluð, vek­ur at­hygli fal­legt upp­stoppað höfuð mó­rauðrar geit­ar sem prýðir einn vegg­inn.

„Hún var fædd og upp­al­in hjá okk­ur þessi geit, en dótt­ur­son­ur okk­ar laumaðist til að taka haus­inn þegar við vor­um að slátra og lét stoppa hann upp og gaf mér í af­mæl­is­gjöf,“ seg­ir Emil, en þau hjón hafa haldið geit­ur und­an­far­in tutt­ugu ár.

„Geit­astandið okk­ar hófst með hrekk. Maður sem bjó á Stokks­eyri sótti geit­ur á Vorsa­bæ á Skeiðum og fór með þær, einn haf­ur og eina huðnu, og laumaði í fjár­húsið hjá ná­granna sín­um. Til að hrekkja hann. En ná­grann­inn kippti sér ekk­ert upp við þetta og leyfði geit­un­um að vera hjá sér. Seinna gaf hann dótt­ur­syni okk­ar geiturn­ar sem höfðu þá fjölgað sér um eitt kið. Við hýst­um geiturn­ar þrjár fyr­ir strák­inn í fjár­hús­inu okk­ar, en við höf­um alltaf verið með nokkr­ar kind­ur. Seinna gaf svo strák­ur­inn okk­ur geiturn­ar og all­ar göt­ur síðan höf­um við haldið geit­ur. Þeim fjölgaði smátt og smátt, enda lík­ar okk­ur vel við geit­ur, þó þrjósk­ar séu í skapi. Þær eru ekk­ert voðal­ega vin­sæl­ar hjá öðrum hér í kring, en þær eru ekk­ert að abbast upp á neinn. Við setj­um þær á mýr­ina á vor­in og þar halda þær hóp­inn allt sum­arið. Við fylgj­umst með þeim í kíki og það er skemmti­legt að sjá að þær ganga alltaf í röð,“ seg­ir Björg og bæt­ir við að þau hafi grisjað dug­lega í geita­stofn­in­um síðast liðið haust. „Þær voru orðnar of marg­ar og of skyld­leika­ræktaðar. Þær voru orðnar átján en nú eru aðeins fimm eft­ir, haf­ur­inn Bær­ing og fjór­ar huðnur.“

 

Liðugar, með gott jafn­vægi og svífa

 

Þau segj­ast fyrst og fremst halda geiturn­ar sér til gam­ans og nytji ekki neitt af þeim nú orðið. „En hér áður fyrr lét­um við súta heil­mikið af geita­skinni og það var vin­sælt til gjafa,“ seg­ir Björg og bæt­ir við að kjötið af geit­un­um sé ósköp mag­urt. „En við höf­um prófað að grilla það og reynst gott. Ná­granni okk­ar hef­ur fengið geita­læri hjá okk­ur á haust­in og látið tví­reykja og það er sæl­gæti.“

Björg seg­ir að ekki gangi að hafa geiturn­ar sam­an við kind­urn­ar í fjár­hús­inu, þær verði að vera al­veg sér. „Þær voru yf­ir­gangs­sam­ar og ruddu kind­un­um frá garðanum, vildu sitja ein­ar að hey­inu. Það er ekki held­ur hægt að hafa þær sam­an úti í haga, en þær halda sig al­veg sér úti og vilja ekk­ert með kind­urn­ar hafa þar. Haf­ur­inn hef­ur for­yst­una og sér al­veg um að halda sín­um huðnum hjá sér,“ seg­ir Björg og bæt­ir við að geiturn­ar séu sér­lega mann­elsk­ar. „Ég þarf að passa mig að gera kiðin ekki of háð mér, halda þeim í hæfi­legri fjar­lægð, því ann­ars verða þau eins og hund­ar. Kiðin eru miklu fyrri til að spekj­ast en lömb. Aft­ur á móti kem­ur geit­um frek­ar illa sam­an sín á milli, þær eru svo­lítið arg­ar hver út í aðra. Hjá þeim er gogg­un­ar­röð, ein er frek­ust og ein þeirra held­ur sig til hlés, fel­ur sig. Þetta eru sér­stak­ar skepn­ur.“ Emil seg­ir að það sé gam­an að sjá geiturn­ar stökkva yfir hindr­an­ir.

„Þær eru liðugar og með gott jafn­vægi, þær hrein­lega svífa. Og þær geta gert gagn. Mér skilst að geit­ur séu dug­leg­ar að éta skóg­ar­kerf­il, það ætti kannski að beita þeim á hann, er hann ekki að vaxa yfir allt hér á landi?“

 

Þætti ef­laust barnaþrælk­un núna

 

Emil og Björg eru bæði hætt að vinna en segja gott að hafa eitt­hvað fyr­ir stafni, það þarf jú að gefa kind­un­um og geit­un­um dag­lega yfir vet­ur­inn og sinna ýms­um verk­um þeim tengd­um.

„Við erum með 30 ær núna, en mest vor­um við með 49 kind­ur. Fyrsta lambið sem ég eignaðist kom þannig til að fyr­ir rúm­um fjöru­tíu árum þá hjálpaði ég göml­um manni að rýja upp á gamla móðinn að vori til, með fjár­klipp­um, og hann vildi endi­lega gefa mér lamb um haustið fyr­ir viðvikið,“ seg­ir Björg sem ólst upp við blandaðan bú­skap á sínu æsku­heim­ili, Uxa­hrygg í Rangárþingi, svo eng­an skal undra að hún sé mikið fyr­ir skepn­ur.

„Þar var heyjað upp á gamla mát­ann á mín­um bernsku­ár­um. Ég kynnt­ist því sem krakki að binda í bagga og setja upp á hesta. Ég var 8 ára að halda við á móti bróður mín­um sem var 18 ára, sem var erfitt. Ætli það þætti ekki barnaþrælk­un núna,“ seg­ir hún og hlær.

Þau hjón hafa lengi búið á Eyr­ar­bakka, Emil frá því hann var fjög­urra ára, eða árið 1948, en Björg kom þangað þegar þau tvö fóru að rugla sam­an reyt­um árið 1967.

„Afi minn var með kind­ur aust­ur á Fá­skrúðsfirði og svo var ég öll sum­ur í sveit sem strák­ur, mest í Land­eyj­un­um, svo ég var líka van­ur sveita­störf­um,“ seg­ir Emil.

 

 Morgunbaðið miðvikudaginn 27. febrúar 2019.
Krist­ín Heiða Krist­ins­dótt­ir 
khk@mbl.is

 Skráð af Menningar-Staður.