Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.03.2019 06:15

Merkir Íslendingar - Erlingur Gíslason

 

 

Erlingur Gíslason (1933 - 2016).

 

 

Merkir Íslendingar - Erlingur Gíslason

 

 

 

Erl­ing­ur Gísli Gísla­son fædd­ist 13. mars 1933 í Reykja­vík.

For­eldr­ar hans voru hjón­in Gísli Ólafs­son, f. 1898, d. 1981, bak­ara­meist­ari, og Krist­ín Ein­ars­dótt­ir, f. 1899, d. 1992, hús­móðir.

 

Erl­ing­ur lauk stúd­ents­prófi frá MR 1953, prófi frá Leik­list­ar­skóla Þjóðleik­húss­ins 1956, stundaði nám við Tón­list­ar­skól­ann í Reykja­vík 1953-54, nam leik­hús­fræði við Há­skól­ann í Vín­ar­borg og leik­list við Leik­list­ar­skóla Helmuts Kraus í Vín 1956-57, sótti leik­list­ar­nám­skeið í London og Berlín 1965-66 og nám­skeið í gerð kvik­mynda­hand­rita hjá Dramatiska Institu­tet í Svíþjóð.

 

Erl­ing­ur var leik­ari og leik­stjóri hjá Þjóðleik­hús­inu, leik­hópn­um Grímu og Leik­fé­lagi Reykja­vík­ur og fór með fjölda hlut­verka í út­varpi, sjón­varpi og í kvik­mynd­um. Erl­ing­ur var einn af stofn­end­um Leik­klúbbs­ins Grímu 1961, var formaður Leik­ara­fé­lags Þjóðleik­húss­ins 1967-69 og Fé­lags ís­lenskra leik­stjóra 1975-77 og 1979-81.

 

Hann var full­trúi Alþýðubanda­lags­ins í Reykja­vík á lands­fund­um flokks­ins og sat í fram­kvæmda­stjórn Leik­list­ar­ráðs fyr­ir Fé­lag leik­stjóra á Íslandi 1990-91.

 

Erl­ing­ur samdi ásamt Brynju Bene­dikts­dótt­ur leik­ritið Flensað í Mala­koff og leik­ritið Flug­leik ásamt fleir­um. Erl­ing­ur skrifaði hand­rit að stutt­mynd­inni Sím­on Pét­ur fullu nafni 1988 og hlaut verðlaun Lista­hátíðar í Reykja­vík fyr­ir það.

 

Árið 2008 sæmdi for­seti Íslands Erl­ing ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu fyr­ir fram­lag til ís­lenskr­arh leik­list­ar.

 

Fyrri eig­in­kona Erl­ings var Katrín Guðjóns­dótt­ir, f. 27.3. 1935, d. 2.3. 1996, ball­ett- og gít­ar­kenn­ari. Þau skildu. Syn­ir þeirra eru Guðjón, f. 1955, verk­fræðing­ur, og Friðrik, f. 1962, rit­höf­und­ur og skáld. Seinni eig­in­kona Erl­ings var Brynja Bene­dikts­dótt­ir, f. 20.2. 1938, d. 21.6. 2008, leik­stjóri, leik­skáld og leik­ari, Son­ur þeirra er Bene­dikt, f. 1969, leik­ari og leik­stjóri.

 

Erl­ing­ur lést 8. mars 2016.
 Morgunblaðið.
 Skráð af Menningar-Staður.