Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

18.03.2019 06:35

Merkir Íslendingar - Katrín Magnússon

 

Katrín Magnússon - 1858 - 1932).

 

 

 

Merkir Íslendingar - Katrín Magnússon

 

 

 

Katrín Sig­ríður Skúla­dótt­ir Magnús­son fædd­ist 18. mars 1858 í Hrapps­ey á Breiðafirði.

For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Skúli Þor­valds­son Síverts­son, f. 1835, d. 1912, bóndi í Hrapps­ey, son­ur Þor­vald­ar alþing­is­manns Si­vert­sens í Hrapps­ey, og Hlíf Jóns­dótt­ir frá Helga­vatni í Vatns­dal, f. 1831, d. 1895.

 

Katrín ólst up í Hrapps­ey en kom fyrst til Reykja­vík­ur 14 ára göm­ul. Hún trú­lofaðist 1883 Guðmundi Magnús­syni, f. 1863, d. 1924, en hann fór síðan í lækna­nám til Kaup­manna­hafn­ar og þau gift­ust 1891, en þá höfðu þau hist einu sinni á þess­um átta árum. Þau eignuðust dótt­ur­ina Ingi­björgu 1892 en hún lifði aðeins í tvo daga. Guðmund­ur var fyrsti lækn­ir­inn hér á landi sem gerði holsk­urði og aðstoðaði Katrín hann við skurðaðgerðir og tók virk­an þátt í störf­um manns síns. Hann varð síðan pró­fess­or við Há­skóla Íslands.

 

Katrín tók virk­an þátt í fé­lags­mál­um í Reykja­vík, einkum í sam­tök­um kvenna. Full þjóðfé­lags­leg rétt­indi kvenna voru henni kapps­mál og hún starfaði inn­an Hins ís­lenska kven­fé­lags og gegndi for­mennsku 1903-1924. Sem formaður fé­lags­ins átti Katrín þátt í stofn­un Banda­lags kvenna árið 1917 og hún var í fyrstu stjórn þess. Hún lét til sín taka í Thor­vald­sens­fé­lag­inu, sat lengi í stjórn og var kjör­in heiðurs­fé­lagi 1929. Katrín lét sig mennt­un­ar­mál kvenna varða og átti sæti um ára­bil í skóla­nefnd Kvenna­skól­ans í Reykja­vík.

 

Katrín stóð framar­lega í bar­átt­unni fyr­ir kosn­inga­rétti kvenna og þegar kon­ur fengu kosn­inga­rétt og kjörgengi og báru í fyrsta sinn fram lista við bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í Reykja­vík skipaði Katrín efsta sæti list­ans. Hún var kos­in með flest­um at­kvæðum allra bæj­ar­full­trú­anna. Katrín sat átta ár í bæj­ar­stjórn Reykja­vík­ur og á þeim tíma starfaði hún m.a. í fá­tækra­nefnd. Katrín­ar­tún er nefnt í höfuðið á henni.

 

Katrín lést 13. júlí 1932.

 

 

Morgunblaðið 18. mars 2019.
 Skráð af Menningar-Staður.