Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.03.2019 06:37

Merkir Íslendingar - Lárus H. Bjarnason

 

 

Lárus H. Bjarnason (1866 - 1934).

 

 

Merkir Íslendingar - Lárus H. Bjarnason

 

 

Lár­us Kristján Ing­vald­ur Há­kon­ar­son Bjarna­son fædd­ist 27. mars 1866 í Flat­ey á Breiðafirði.

For­eldr­ar hans voru Há­kon Bjarna­son, f. 5.9. 1828, d. 2.4. 1877, kaupmaður og út­gerðarmaður á Bíldu­dal, V-Barð., og seinni kona hans, Jó­hanna Krist­ín Þor­leifs­dótt­ir, f. 16.12. 1834, d. 11.1. 1896.

 

Lár­us ólst upp hjá for­eldr­um sín­um á Bíldu­dal, en faðir hans lést þegar hann kom með vöru­skipi frá Kaup­manna­höfn, en það strandaði á Mýr­dalss­andi í „páska­veðrinu mikla“. Móðir Lárus­ar rak út­gerðina og versl­un­ina nokk­ur ár eft­ir þetta.

 

Lár­us tók stúd­ents­próf frá Lærða skól­an­um 1885 og lög­fræðipróf frá Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla 1891.

 

Hann var mála­flutn­ings­maður við lands­yf­ir­rétt­inn 1891-1892, sett­ur sýslumaður í Ísa­fjarðar­sýslu og bæj­ar­fóg­eti á Ísaf­irði 1892, sýslumaður í Snæ­fells­nes- og Hnappa­dals­sýslu 1894-1908 og sat í Stykk­is­hólmi. Hann var for­seti amts­ráðs vestur­amts­ins frá 1904 til árs­loka 1907, er amts­ráðin voru lögð niður. Skipaður for­stöðumaður Laga­skól­ans í Reykja­vík 1908, pró­fess­or í lög­fræði við Há­skóla Íslands 1911-1919 og rektor 1913-1914. Síðast var hann hæsta­rétt­ar­dóm­ari eða 1919-1931. Í spænsku veik­inni 1918 var stofn­sett neyðar­nefnd, sem skipu­lagði hjálp­ar­störf í Reykja­vík og var Lár­us formaður henn­ar.

 

Lár­us sat á Alþingi fyr­ir Snæ­fell­inga 1900-1908, var kon­ung­kjör­inn þingmaður 1908-1911 og þingmaður Reyk­vík­inga 1911-1913. Lár­us var heima­stjórn­ar­maður.

 

Eig­in­kona Lárus­ar var Elín Pét­urs­dótt­ir Bjarna­son, fædd Hav­stein 2.2. 1869, d. 26.8. 1900, hús­móðir, syst­ir Hann­es­ar Haf­stein. Börn Lárus­ar og El­ín­ar voru Jó­hanna Krist­ín, f. 1896, d. 1954, kenn­ari, og Pét­ur Haf­stein, f. 1897, d. 1957, bú­fræðing­ur og síðar skó­kaupmaður á Ak­ur­eyri.

 

Lár­us lést 30. des­em­ber 1934.Skráð af Menningar-Staður.