Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

05.04.2019 06:46

Merkir Íslendingar - Hákon Loftsson

 

 
Hákon Loftsson (1919 - 1977)

 

 

Merkir Íslendingar - Hákon Loftsson

 

 

Há­kon Ólaf­ur Franz Lofts­son fædd­ist í Reykja­vík 5. apríl 1919. For­eldr­ar hans voru Loft­ur Guðmunds­son, f. 1892, d. 1952, ljós­mynd­ari og fyrri kona hans, Stef­an­ía Gríms­dótt­ir, f. 1898, d. 1940, hús­freyja.

 

Há­kon stundaði nám í Skotlandi 1935-36 og komst þar í kynni við kaþólskt fólk. Leiddi það til, ásamt öðru, að hann tók kaþólska trú 1937.

 

Há­kon varð stúd­ent frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri 1940 og nam nor­rænu við Há­skóla Íslands 1940-41 en ákvað þá að ger­ast kaþólsk­ur prest­ur á Íslandi og fór þess vegna út í nám í presta­skóla í Banda­ríkj­un­um. Hann stundaði nám í guðfræði, heim­speki og sál­ar­fræði við St. Mary's Semin­ary and Uni­versity í Baltimore og lauk þaðan BA-prófi 1943 í kirkju­sögu Íslands 1000-1500. Hann tók djákna­vígslu þar 1946 og var braut­skráður til prest­vígslu 1947. Séra Há­kon vígðist til prests í Krists­kirkju, Landa­koti árið 1947 og var það fyrsta kaþólska prest­vígsl­an sem fór fram hér á landi eft­ir siðaskipt­in.

 

Í Landa­koti starfaði Há­kon sem prest­ur til árs­ins 1952 þegar hann flutt­ist til Ak­ur­eyr­ar og gerðist prest­ur kaþólskra manna á Norður­landi. Hann var enn frem­ur stunda­kenn­ari við Mennta­skól­ann á Ak­ur­eyri. Hann flutt­ist síðan til Reykja­vík­ur og var einka­rit­ari bisk­ups kaþólsku kirkj­unn­ar í Landa­koti um skeið. Hann var síðan prest­ur í Stykk­is­hólmi frá 1972 til æviloka.

 

Há­kon skrifaði margt og þýddi fyr­ir kaþólsku kirkj­una. Hann samdi messu­tónlist, byggða á greg­orískri og ís­lenskri tón­list­ar­hefð, og voru þau lög sung­in við há­mess­ur í kap­ellu systr­anna í Stykk­is­hólmi. Hann leitaðist við í störf­um sín­um að sam­tvinna kaþólska trú og ís­lenska menn­ing­ar­arf­leifð.

 

Há­kon lést 30. maí 1977 í New York á leiðinni til Baltimore þar sem hann ætlaði að heim­sækja há­skól­ann sinn í til­efni af 30 ára af­mæli prest­vígslu sinn­ar.

 

 

Morgunblaðið  föstudagur, 5. apríl 2019

 


Skráð af Menningar-Staður