Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.04.2019 07:19

Björn Jensen er áttræður í dag

 

 

 

 

Björn Jensen er áttræður í dag 

 

6. apríl 2019

 

 

Slær ekki af í vinnu

 

 

Afmælisdagurinn verður spennandi, en konan mín er búin að bjóða mér í óvissuferð sem ég hlakka mikið til. Á sumardaginn fyrsta, 25. apríl, ætla ég svo að bjóða stórfjölskyldunni í kaffi, eins og ég hef jafnan gert á stórafmælum mínum,“ segir Björn Jensen, rennismiður á Selfossi, sem er áttræður í dag. Hann rekur eigið verkstæði og slær hvergi af þótt áttræður sé orðinn enda heilsan góð.

 

„Sem barn var ég farinn að velta fyrir mér hvernig vélar virkuðu og snerust. Ég skrúfaði alls konar tæki sundur og saman og sem snúningsstrákur í sveit gerði ég við traktorinn. Því kom nánast af sjálfu sér að ég yrði járniðaðarmaður. Margir telja nánast nauðsyn að hætta að vinna sjötugir, sem er að mínum dómi algjör misskilningur. Auðvitað er misjafnt milli fólks hve lengi það vill og getur unnið, en sjálfur ætla ég að halda áfram. Vinnan er mín leið til þess að taka þátt í lífinu en starfsdagurinn nú er sjaldan nema 7-8 tímar. Það er talsvert skemmra en fyrr á árum,“ segir Björn, sem hefur unnið við rennismíði frá árinu 1955, þegar hann hóf störf í smiðjum Kaupfélags Árnesinga.

 

Um dagana hefur Björn ferðast víða erlendis, ekið um mörg Evrópulönd og Bandaríkin. „Ég fer til dæmis oft út til Þýskalands þar sem yngri sonur minn býr. Mér finnst alltaf gaman að fara um nýjar slóðir og koma á áhugaverða staði. Svo á ég líka hús og jarðarpart í Grímsnesinu og fer þangað oft,“ segir Björn, sem er í sambúð með Auðbjörgu Guðmundsdóttur á Eyrarbakka. Fyrri kona Björns var Guðrún Ásgerður Halldórsdóttir frá Búrfelli í Grímsnesi, sem lést árið 2001. Þau eignuðust tvo syni: Halldór leiðsögumann og Róbert flugtæknifræðing. Barnabörnin eru þrjú.


Morgunblaðið 6. apríl 2019 - sbs@mbl.isSkráð af Menningar-Staður