Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.04.2019 06:32

Merkir Íslendingar - Berglind Bjarnadóttir

 

 

Berglind Bjarnadóttir (1957 - 1986).

 

 

Merkir Íslendingar - Berglind Bjarnadóttir

 

 

Berg­lind Bjarna­dótt­ir fædd­ist 6. apríl 1957 í Hafnar­f­irði,

dótt­ir hjón­anna Bjarna Ólafs­son­ar, f. 1920, d. 2006, skó­smíða- og pípu­lagn­inga­meist­ara í Hafnar­f­irði, og Fríðu Ásu Guðmunds­dótt­ur, f. 1924, hús­freyju í Hafnar­f­irði.

 

Berg­lind ólst upp í Hafnar­f­irði og var meðal stofn­enda Kórs Öldu­túns­skóla árið 1965. Þegar kór­inn hélt í sína fyrstu ut­an­lands­ferð til Finn­lands árið 1968 var Berg­lind fyrsti ein­söngv­ari kórs­ins. Hún söng síðar m.a. með Kór Hafn­ar­fjarðar­kirkju, Pólý­fón­kórn­um og Þjóðleik­hús­kórn­um.

 

Berg­lind gekk til liðs við þjóðlaga­sveit­ina Lítið eitt árið 1972 og söng með sveit­inni inn á tvær plöt­ur, var tíður gest­ur í sjón­varp­inu og varð landsþekkt söng­kona. Hún sá einnig um þátt fyr­ir börn í Rík­is­út­varp­inu á sem hét. „Und­ir tólf.“

 

Stúd­ents­prófi lauk hún frá Flens­borg­ar­skóla og vorið 1978 tók hún burt­farar­próf í ein­söng frá Tón­list­ar­skóla Kópa­vogs. Árið 1979 flutti hún til Svíþjóðar ásamt unn­usta sín­um og síðar eig­in­manni, hún fór að læra söng og hann sál­fræði. Berg­lind lauk ein­söngs­kenn­ara­námi við Stockholms Musikpedagogiska Instituti­on árið 1984 en hélt áfram námi við Opera Works­hop Auk söngnáms­ins lagði hún stund á tón­list­ar­sögu og þýsku. Berg­lind hélt tón­leika bæði hér á landi og í Svíþjóð. Að loknu kenn­ara­prófi þjálfaði hún tvo kóra og kenndi ein­söng við Kurs­verk­sam­heten vid Stockholms Uni­versit­fit.

 

Söng Berg­lind­ar er ekki að finna á mörg­um plöt­um öðrum en þeim sem Lítið eitt sendi frá sér. Hún söng inn á vísna­plöt­una Út um græna grundu (1976) og jóla­plöt­una Jóla­streng­ir (1977), auk þess að syngja bakradd­ir með hljóm­sveit­inni Eik á litla plötu þeirra sem út kom 1975.

 

Berg­lind var gift Rún­ari Matth­ías­syni sál­fræðingi, f. 12.12. 1953, sem nú er bú­sett­ur í Hafnar­f­irði.

 

Berg­lind veikt­ist af krabba­meini og lést 10. des­em­ber 1986.Morgunblaðið 6. apríl 2019.Skráð af Menningar-Staður
.