Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.04.2019 17:53

Söngfugl úr Flóanum

 

 

 

Söngfugl úr Flóanum

 

 

Hjör­dís Geirs­dótt­ir fædd­ist 8. apríl 1944 í Byggðar­horni í Flóa. „Ég ólst upp við al­menn sveita­störf á stóru sveita­heim­ili hjá ást­rík­um for­eldr­um.“ Hjör­dís gekk í barna- og ung­linga­skóla Sel­foss og fór eft­ir skóla­göngu að vinna versl­un­ar­störf á Sel­fossi hjá Kaup­fé­lag­inu Höfn og síðan Kaup­fé­lagi Árnes­inga. Hún lauk námi frá Hús­mæðraskóla Suður­lands á Laug­ar­vatni vorið 1962.

 

Hún fór 15 ára að syngja með hljóm­sveit Giss­ur­ar bróður síns, Tóna­bræðrum, og söng síðan jafn­hliða vinnu og námi með ann­arri hljóm­sveit bróður síns, Caroll Quin­tet, og síðan Safír­sex­t­ett, sem voru skipaðir ung­um mönn­um af Suður­landi. Hún flutti til Reykja­vík­ur og vann við versl­un­ar­störf og söng dans- og dæg­ur­lög með ýms­um hljóm­sveit­um, m.a. Hljóm­sveit Karls Lillendahl, Hljóm­sveit Jóns Sig­urðsson­ar, stór­sveit­inni Perlu­band­inu und­ir stjórn Karls Jónatans­son­ar, Hljóm­sveit Harmonikku­unn­enda með ýms­um harmonikku­leik­ur­um og Rokksveit Ólafs Þór­ar­ins­son­ar (Labba) á Sel­fossi. „Ég var í mörg ár svo­kölluð „freel­ance“ söng­kona og söng og stjórnaði síðan eig­in hljóm­sveit í ára­tug. Ég syng með Stór­sveit Íslands við ýmis tæki­færi.“

 

Hjör­dís lauk sjúkra­liða- og snyrti­fræðinámi frá Fjöl­brauta­skól­an­um í Breiðholti 1991 og starfaði á ýms­um deild­um Land­spít­al­ans í Foss­vogi og á snyrti­stof­unni Okk­ar á Hót­el Esju. Hún starfaði jafn­hliða sem skemmt­ana­stjóri fyr­ir ís­lensk­ar ferðaskrif­stof­ur er­lend­is.

 

Hjör­dís hef­ur gert tvær hljóm­plöt­ur, sú fyrri er Para­dís á jörð, frá 1990. Þar léku und­ir fé­lag­ar úr Mezzof­orte ásamt fleir­um. Sú seinni er Hjör­dís Geirs­dótt­ir ásamt göml­um og glöðum fé­lög­um, frá 2001. „Þar spiluðu með mér 17 tón­list­ar­menn sem höfðu spilað með mér mis­lengi gegn­um fer­il­inn. Ald­urstak­markið var 50 ára og eldri nema bakradd­irn­ar fengu und­anþágu en þær voru dótt­ir mín Hera Björk og Kristjana Stef­áns­dótt­ir.“ Hjör­dís söng með Árnes­ingakórn­um í Reykja­vík og var formaður hans um ára­bil. Hún söng með Kór Selja­kirkju um ára­bil og syng­ur nú með Álfta­neskórn­um og Gafl­arakórn­um. Hún stjórnaði söng­hóp í fé­lags­miðstöðinni við Hæðarg­arð og söng­hópn­um Haf­meyj­un­um um ára­bil. „Ég starfa nú með söng­fé­lög­um mín­um Fjör­fisk­un­um og harmonikku­leika, og heim­sæki reglu­lega dag­vist­ar­stofn­an­ir fyr­ir minn­is­sjúka og fleiri stofn­an­ir þar sem rifjuð eru upp göm­ul dans- og dæg­ur­lög og söng­lög.“

 

Fjöl­skylda

Eig­inmaður Hjör­dís­ar er Þór­hall­ur Geirs­son, f. 6.8. 1945, bif­reiðastjóri og bankamaður. For­eldr­ar hans voru hjón­in Geir Ásmunds­son frá Víðum í Reykja­dal, bóndi og tré­smiður, f. 28.4. 1906, d. 24.11. 1972, og Lilja Hrafn­hild­ur Jóns­dótt­ir frá Seyðis­firði, hús­móðir og verka­kona, f. 16.6. 1922 d. 17.2. 1997.

 

Börn Hjör­dís­ar og Þór­halls eru:

1) Þór­dís Lóa, rekstr­ar­hag­fræðing­ur og formaður borg­ar­ráðs, f. 7.12. 1965. Maki: Pét­ur Jóns­son, fjár­mála- og rekstr­ar­ráðgjafi, f. 14.9. 1966, börn: Davíð Örn Ingimars­son, Ástrós og Pat­rik;

2) Hera Björk, söng­kona og fast­eigna­sali, f. 29.3. 1972. Maki: Hall­dór Ei­ríks­son rekstr­ar­hag­fræðing­ur, f. 29.1. 1965, börn: Þór­dís Petra Ólafs­dótt­ir og Víðar Kári Ólafs­son;

3) Geir sjúkraþjálf­ari, f. 10.6. 1975. Maki: Auður Ýr Stein­ars­dótt­ir lög­fræðing­ur, f. 27.12. 1979, börn: Hjör­dís Lilja, Helgi Þór og Hekla Dís;

4) Giss­ur tölv­un­ar­fræðing­ur, f. 10.12. 1978. Maki: Rósa Björk Ómars­dótt­ir, söng­kona og hjúkr­un­ar­fræðing­ur, f. 1.4. 1982, börn: Álfrún Hanna og Lóa Björk.

 

Systkini:

Giss­ur, f. 17.7. 1939, d. 27.5. 1976, tón­list­armaður og tré­smiður. Maki: Ásdís Lilja Svein­björns­dótt­ir talsíma­vörður, bús. á Seltjarn­ar­nesi, f. 24.7. 1944; Úlf­hild­ur, tón­list­ar­kona og skólaliði, bús. í Mos­fells­bæ, f. 27.3. 1942. Maki: Sig­valdi Har­alds­son vefari, f. 10.3. 1942; Gísli, bóndi og bif­reiðastjóri, bús. á Sel­fossi, f. 3.8. 1945. Maki: Ingi­björg Krist­ín Inga­dótt­ir bóka­safnsvörður, f. 20.9. 1949, d. 8.3. 2018; Bryn­hild­ur, fé­lags- og skólaliði, bús. í Hraun­prýði í Flóa, f. 10.6. 1951. Maki: Kristján Ein­ars­son, fv. slökkviliðsstjóri og tré­smiður, f. 16.7. 1949.

 

For­eldr­ar Hjör­dís­ar voru hjón­in Geir Giss­ur­ar­son, bóndi í Byggðar­horni, f. 30.5. 1916, d. 11.4. 2004, og Jón­ína Sig­ur­jóns­dótt­ir, hús­freyja í Byggðar­horni, f. 20.10. 1911, d. 10.7. 1988.

 Morgunblaðið 8. apríl 2019
 Skráð af Menningar-Staður