Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.04.2019 07:06

Landbúnaðarráðherrastarfið skemmtilegast

 

 

 

Landbúnaðarráðherrastarfið skemmtilegast

 

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra – 70 ára

 

 

Guðni Ágústs­son fædd­ist á Brúna­stöðum í Hraun­gerðis­hreppi 9. apríl 1949. Hann gekk í barna­skóla í Þing­borg, fór í Héraðsskól­ann á Laug­ar­vatni, lauk þaðan gagn­fræðaprófi 1966 og varð bú­fræðing­ur frá Land­búnaðarskól­an­um á Hvann­eyri 1968.

 

Guðni var í sveit á Syðri-Bæg­isá í Öxna­dal. Hann starfaði við til­rauna­búið í Laug­ar­dæl­um,vann hjá Sig­fúsi Krist­ins­syni Staðarsmið á Sel­fossi, var bú­stjóri á Hamri í Mos­fells­sveit og var mjólkureft­ir­litsmaður hjá Mjólk­ur­búi Flóa­manna 1976-1987. Guðni var kjör­inn alþing­ismaður Sunn­lend­inga 1987 og var land­búnaðarráðherra 1999-2007. Hann var formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands 1990-1993 og bankaráðsmaður til 1998, jafn­framt formaður Stofn­lána­deild­ar land­búnaðar­ins og síðar formaður Lána­sjóðs land­búnaðar­ins. Hann varð formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins 2007 en lét af þing­mennsku haustið 2008. Guðni starfaði sem fram­kvæmda­stjóri Sam­taka afurðastöðva í mjólk­uriðnaði til árs­ins 2015.

 

Guðni var sæmd­ur stór­ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu og hlaut enn frem­ur úr hendi Sví­a­kon­ungs Kungliga Nord­stjär­neor­d­en. Guðni er formaður orðunefnd­ar hinn­ar ís­lensku fálka­orðu. Hann er enn frem­ur formaður rit­nefnd­ar um Flóa­manna­bók. Guðni er rit­höf­und­ur og hef­ur gefið út tvær bæk­ur auk ævi­sögu sinn­ar sem Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son skráði.

 

„Ég var al­inn upp við skrá­argat stjórn­mál­anna og var sjö ára þegar faðir minn var kos­inn á Alþingi, þetta var í genun­um að vilja taka þátt í fé­lags­mál­um. For­mennska í ung­menna­fé­lagi sveit­ar minn­ar mótaði mig strax og leik­sviðið bæði á Laug­ar­vatni og Hvann­eyri hreinsaði mig af feimn­inni og ég hafði gam­an strax af því að beita rödd minni í lestri og leik­rit­um. Ég lék m.a. þrjár hetj­ur af ólíkri gerð: Jón Hreggviðsson, snær­isþjóf frá Rein, Lykla-Pét­ur í Gullna hliðinu og Svart þræl í Ný­árs­nótt­inni. Ég þótti nokkuð orðhvat­ur í fram­boðsræðum til að byrja með en faðir minn ávítaði mig: „Vertu aldrei per­sónu­leg­ur eða vond­ur við and­stæðinga þína, þetta er gott fólk og þú get­ur þurft á vináttu þess að halda.“

 

Skemmti­leg­ast þótti mér að verða land­búnaðarráðherra og geta látið verk­in tala. Það er erfitt starf að vera þingmaður hvað þá ráðherra en gæf­an féll mér í skaut, þjóðin var mér góð, ekki síst eft­ir að ég mildaðist. Ég lít á ræðumennsku sem list­grein, en í henni þarf að vera smá uppistand, efn­is­rík og skemmti­leg þarf ræðan að vera. Enn er ég eft­ir­sótt­ur ræðumaður og fund­ir mín­ir vel sótt­ir af fólki eins og á Kanarí og ég ávarpaði stærsta þorra­blót heims­ins í Kópa­vogi í vet­ur.

 

Sagt er að þessi af­mæl­is­dag­ur sé sá erfiðasti á lífs­leiðinni, þarna liggi skil­in á milli þess að vera maður eða gam­al­menni, því­líkt bull. Ég ætla að lifa sam­kvæmt því að fög­ur sál er ávallt ung und­ir silf­ur­hær­um. Flug­stjór­inn minn er auðvitað Guð al­mátt­ug­ur, nú seg­ir hann: spennið belt­in, en ég vona að það sé langt til lend­ing­ar.“

 

Fjöl­skylda

Eig­in­kona Guðna er Mar­grét Hauks­dótt­ir, f. 3.4. 1955: For­eldr­ar henn­ar voru hjón­in Hauk­ur Gísla­son, bóndi og hrepp­stjóri á Stóru-Reykj­um í Flóa, f. 1920, d. 2002, og Sig­ur­björg Geirs­dótt­ir, f. 1932, d. 2018.

 

Börn Guðna og Mar­grét­ar eru:

1) Brynja, f. 7.3. 1973. Maki: Auðunn Sól­berg Vals­son, f. 1964. Börn: Guðni Val­ur, f. 2000; Salka Mar­grét, f. 2002; Oli­ver Tumi, f. 2005; son­ur Auðuns: Jök­ull Sól­berg, f. 1986; son­ur hans: Rökkvi Sól­berg, f. 2010. Unn­usta Jök­uls: Sunna Björk Gunn­ars­dótt­ir, f. 1992.

2) Agnes, f. 20.11. 1976. Börn: Freyja, f. 2003. Snorri, f. 2006. Barns­faðir: Guðni Vil­berg Björns­son, f. 1979.

3) Sig­ur­björg, f. 15.4. 1984. Maki: Arn­ar Þór Úlfars­son, f. 1980. Börn: Eva, f. 2012, og Eik, f. 2015.

 

Systkini Guðna:

Ásdís, f. 1942; Þor­vald­ur, f. 1943; Ketill Guðlaug­ur, f. 1945; Gísli, f. 1946, d. 2006; Geir, f. 1947; Hjálm­ar, f. 1948; Auður, f. 1950; Valdi­mar, f. 1951; Bragi, f. 1952; Guðrún, f. 1954; Tryggvi, f. 1955; Þor­steinn, f. 1956; Hrafn­hild­ur, f. 1957; Sverr­ir, f. 1959; Jó­hann, f. 1963.

 

For­eldr­ar Guðna voru hjón­in Ágúst Þor­valds­son, f. 1.8. 1907, d. 12.11. 1986, bóndi og alþing­ismaður á Brúna­stöðum í Flóa, og Ing­veld­ur Ástgeirs­dótt­ir, f. 15.3. 1920, d. 6.8. 1989, hús­freyja.

 

 Morgunblaðið 9. apríl 2019.Skráð af Menningar-Staður