Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.04.2019 17:30

Sig­urður Ingi sló í gegn

 

 

 

Sig­urður Ingi sló í gegn

 

„Eft­ir­vænt­ing og gleði lá í loft­inu þegar langþráðum áfanga var náð í sam­göngu­bót­um með því að slá í gegn í Dýra­fjarðargöng­um,“ skrif­ar Sig­urður Ingi Jó­hanns­son sam­gönguráðherra, en í dag var síðasta haftið á milli Dýra­fjarðar og Arn­ar­fjarðar sprengt.

 

„Verkið geng­ur vel og þegar ein­um áfanga er náð þá eykst þrýst­ing­ur á að aðrar sam­göngu­bæt­ur haldi áfram. Veg­ur um Dynj­and­is­heiði er á áætl­un og veg­ur um Gufu­dals­sveit þolir ekki lengri bið,“ seg­ir Sig­urður Ingi enn­frem­ur.

 

Mik­il vinna er eft­ir í göng­un­um sjálf­um. Eft­ir að slegið verður í gegn þarf að ljúka styrk­ing­um og klæða þar sem vatn sæk­ir að. Leggja þarf raf­magn í göng­in og lagn­ir í gólf. Þá þarf að leggja burðarlag og mal­bik. Byrjað er á lagna­vinnu í gólf­inu Arn­ar­fjarðarmeg­in.

 

Áætlað er að göng­in verði opnuð til um­ferðar 1. sept­em­ber á næsta ári.


WWW.mbl.isSkráð af Menningar-Staður