Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.04.2019 07:20

Eiríkur Runólfsson - Fæddur 17. sept. 1928 - Dáinn 12. apríl 2019 - Minning

 

 
Eiríkur Runólfsson (1928 - 2019).

 

 

Eiríkur Runólfsson - Fæddur  17. sept. 1928

 

- Dáinn 12. apríl 2019 - Minning

 

 

Ei­rík­ur Run­ólfs­son fædd­ist á Fá­skrúðsfirði 17. sept­em­ber 1928. Hann lést af slys­för­um 12. apríl 2019.

 

Hann var son­ur Run­ólfs Guðmunds­son­ar og Em­erentíönu Guðlaug­ar Ei­ríks­dótt­ur. Hann var yngst­ur í röð fimm systkina en þau voru Ragn­ar, Sigrún, Sig­ur­björg og Helga.

 

Ei­rík­ur kvænt­ist 30. des­em­ber 1950 Stef­an­íu Þórðardótt­ur, f. 20.10. 1930, d. 1.12. 2013.

Börn þeirra eru:
Rún­ar, f. 29.11. 1950, maki Auður Hjálm­ars­dótt­ir, Jón Sig­ur­björn, f. 19.1. 1952, maki Þór­dís Þórðardótt­ir, Emma Guðlaug, f. 14.10. 1954, maki Hafþór Gests­son, og Þórður, f. 25.9. 1959, maki Erla Karls­dótt­ir. Barna­börn Ei­ríks og Stef­an­íu eru 12 og barna­barna­börn­in eru 28.

 

Ei­rík­ur vann ýmis störf, svo sem við sjó­mennsku, síma­vinnu og fanga­vörslu auk þess sem hann sinnti ýms­um fé­lags­störf­um. Hann var um ára­bil formaður verka­lýðsfé­lags­ins Bár­unn­ar á Eyr­ar­bakka.

 

Útför Ei­ríks verður gerð frá Eyr­ar­bakka­kirkju í dag, 20. apríl 2019, og hefst at­höfn­in klukk­an 13.

__________________________________________________________________________________________________
Minningarorð Hafþórs Gestssonar.

 

Enn er hoggið í knérunn!

 

Í dag verður bor­inn til graf­ar maður­inn í lífi mínu, Ei­rík­ur Run­ólfs­son. Leiðir okk­ar lágu sam­an fyr­ir rúm­um fimm­tíu árum þegar ég kynnt­ist einka­dótt­ur hans og Stebbu, Emmu. Í þá daga var maður villt­ur og óstýri­lát­ur en það tók þau hjón og Emmu ekki lang­an tíma að koma bönd­um á pilt­inn, siða hann og koma til manns og gera ábyrg­an. Aldrei hefði ég trúað því fyr­ir fram að maður gæti eign­ast í ein­um og sama mann­in­um tengda­föður, föður, já, hann gekk mér í föðurstað og tókst það hlut­verk einkar vel, og minn besta vin, trúnaðar­vin. Ei­rík­ur var fædd­ur á Fá­skrúðsfirði sem var hon­um einkar kær. Rifjaði oft upp bernsku­ár­in, fylgd­ist vel með öllu sem þar fór fram og sagði okk­ur marg­ar sög­ur, allt var best er þaðan kom.

 

Fyr­ir nokkr­um árum fór­um við hjón­in með þeim Ei­ríki og Stebbu aust­ur á Fá­skrúðsfjörð til að taka þátt í frönsk­um dög­um. Ynd­is­legt var að fylgj­ast með gleðinni og fagnaðar­fund­um þegar æsku­vin­ir hitt­ust, ógleym­an­leg ferð.

 

Ei­rík­ur var hóg­vær maður og ávallt til­bú­inn að leiðbeina og hjálpa til. Sam­an eydd­um við löng­um stund­um, bæði í leik og starfi. Ei­rík­ur var vel liðinn í starfi hvar sem hann starfaði. Það þekkti ég af eig­in raun því ég varð þeirr­ar gæfu aðnjót­andi að starfa með hon­um bæði til sjós og lands. Sam­an unn­um við til dæm­is á Litla-Hrauni í hart­nær tvo ára­tugi. Á eng­an er hallað þegar ég segi að fáir ef nokkr­ir starfs­menn hafi náð jafn góðu sam­bandi við fang­ana og var hann sann­ar­lega góð fyr­ir­mynd fyr­ir alla aðra.

 

Barna­börn­in voru í sér­stöku upp­á­haldi hvar hann fylgd­ist vel með þeim öll­um og spurði margs. Ósjald­an birt­ist hann glott­andi með báðar hend­ur í vasa og lét skrjáfa í nammi­pok­an­um sem ætlaður var börn­un­um og þau soguðust að eins og mý á mykju­skán.

 

Ei­rík­ur og Stebba höfðu einkar gam­an af öll­um ferðalög­um, bæði utan og inn­an­lands, nutu þess að skoða, njóta og vera inn­an um fólk. Marg­ar ferðir fór­um við sam­an með tjald­vagn­ana, í sum­ar­bú­staði og til út­landa, allt ógleym­an­leg­ar ferðir, stút­full­ar af góðum minn­ing­um. Vegna veik­inda Stebbu urðu þau hjón að yf­ir­gefa heim­ili sitt að Vest­ur­brún og flytja á dval­ar­heim­ilið að Sól­völl­um. Veik­ind­in ágerðust og ótrú­legt var að fylgj­ast með æðru­leysi og þol­in­mæði Ei­ríks í henn­ar garð. Hann sá um alla hluti, fór með hana í ond­úl­er­ingu og keypti á hana föt svo fátt eitt sé talið. Þann 1. des­em­ber 2013 lést Stebba af slys­för­um, hún féll úr tröpp­um á Sól­völl­um sem varð henn­ar bana­mein. Það má segja að það sé kald­hæðni ör­lag­anna að þann 12. þessa mánaðar biðu Ei­ríks sömu ör­lög er hann féll í sömu tröpp­un­um.

 

Á þess­ari stundu er mér efst í huga ósegj­an­legt þakk­læti fyr­ir að hafa fengið að vera sam­ferða þess­um ein­staka manni, læra af hon­um og deila með hon­um súru og sætu. Öllum aðstand­end­um votta ég mína dýpstu samúð og bið ykk­ur Guðs bless­un­ar.

 

Ei­rík­ur, takk fyr­ir allt.

 

Þinn tengda­son­ur,

 

Hafþór.

 Morgunblaðið laugardagurinn 20. apríl 2019.
Skráð af Menningar-Staður