Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

21.04.2019 08:04

60 MANNS Í KIRKJUGÖNGU Í ÖNUNDARFIRÐI

 

 

Gönguhópurinn við kirkjuna í Holti.   Mynd: Fjölnir Ásbjörnsson.

 

 

60 MANNS Í KIRKJUGÖNGU Í ÖNUNDARFIRÐI

 

 

Á föstudeginum langa, var farið í árlega kirkjugöngu í Önundarfirðinum. Kirkjugöngurnar hófust 2005 og er þetta því 15. skiptið.

 

Að sögn séra Fjölnis Ásbjörnssonar var metaðsókn í ár og gengu 60 manns frá Dalskirkju í Valþjófsdal til Holtskirkju. Lesið var úr píslarsögunni bæði í upphafi göngunnar og í lokin.

 

Eftir gönguna var snædd fiskisúpa í Friðarsetrinu í Holti.

 

Sr. Fjölnir sagðist vera mjög ánægður með þátttökuna og kirkjugönguna.

 

 

Göngumenn á leiðinni frá Valþjófsdal inn fjörðinn að Holti.  Mynd: Fjölnir Ásbjörnsson.

Skráð af Menningar-Staður.