![]() |
Ómar Vignir Helgasonásamt börnum sínum og Þóri Haraldssyni, formanni
handknattleiksdeildar við heiðrunina. Ljósmynd: Umf. Selfoss/HH
Ómar Vignir Helgason var tekinn inn í heiðurshöll handknattleiksdeildar Selfoss í hálfleik í leik Selfoss og ÍR síðastliðinn laugardag.
Til þess að komast inn í heiðurshöll Selfoss þurfa leikmenn að hafa leikið með félaginu í 10 ár. Ómar Vignir, hið alræmda varnartröll frá Eyrarbakka, lék 221 leik á árunum 1999-2015 og skoraði í þeim 141 mark. Hann er næst leikjahæsti leikmaður Selfoss frá upphafi.
Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildarinnar, þakkaði Ómari framlag hans til liðsins í gegnum árin og að því loknu var afhjúpað skilti í Hleðsluhöllinni, Ómari til heiðurs.
![]() |
||
. .
|
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is