Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.05.2019 06:59

Jón Ingi Sigurmundsson, myndlistarmaður, fv. aðstoðarskólastj. og kórstjóri - 85 ára

 

 

 

 

Jón Ingi Sigurmundsson,

 

myndlistarmaður, fv. aðstoðarskólastj. og kórstjóri

 

– 85 ára

 

 

Hefur nægan tíma til að mála

 

 

Jón Ingi Sig­ur­munds­son fædd­ist 8. maí 1934 á Eyr­ar­bakka og ólst þar upp. „Ég á góðar æskuminn­ing­ar við leik og störf. Al­mennt höfðu menn ekki eitt starf en voru með skepn­ur, ræktuðu kart­öfl­ur, voru í fisk­vinnslu eða á sjó. Við krakk­arn­ir lék­um okk­ur sam­an úti í ýms­um leikj­um. Ég var átta sum­ur í síma­vinnu­flokki Ólafs Magnús­son­ar, móður­bróður míns, og var sofið í tjöld­um og unnið á ýms­um stöðum sunn­an­lands og á Norður­landi.“

 

Jón Ingi tók lands­próf á Sel­fossi 1951, var næstu þrjú ár í Kenn­ara­skól­an­um og lauk al­mennu kenn­ara­prófi og söng­kenn­ara­prófi 1954. „Ég á góðar minn­ing­ar úr nám­inu og var fyrsta ut­an­lands­ferðin far­in í út­skrift­ar­ferð um Evr­ópu.“ Jón Ingi hafði einnig frá unga aldri lært á org­el og síðar pí­anó, bæði í einka­tím­um, Tón­skóla kirkj­unn­ar, og Tón­list­ar­skól­an­um í Reykja­vík.

 

Jón Ingi flutti á Sel­foss 1954 og starfaði við al­menna kennslu við Barna­skól­ann og tón­mennta­kennslu fyrstu árin. „Við Edda gift­um við okk­ur 1958 og fór­um til Kaup­manna­hafn­ar. Sigld­um með Heklu með viðkomu í Fær­eyj­um og Ber­gen. Ég fór í tón­list­ar­deild Kenn­ara­há­skól­ans í Kaup­manna­höfn og lærði pí­anó­leik, hljóm­fræði o.fl. en Edda lauk tveggja ára námi í handa­vinnu í Haand­ar­bejdes Fremme skole. Þá tók aft­ur við kennsla á Sel­fossi. Ég fór svo eitt sum­ar í ensku­nám í London.“ Hann fékk or­lof 1971-72 og fór til Kaup­manna­hafn­ar með fjöl­skyld­una og var við nám í fram­halds­deild Kenn­ara­há­skól­ans í tónlist og í ensku­námi og Edda var í dönsku­námi í Kenn­ara­há­skól­an­um.

 

Jón Ingi stofnaði Stúlknakór Gagn­fræðaskól­ans á Sel­fossi 1960 og Kór Fjöl­brauta­skóla Suður­lands 1983 og kenndi jafn­framt á pí­anó og tón­fræðigrein­ar við Tón­list­ar­skóla Árnes­inga og var skóla­stjóri 1968-1971. „Ég á marg­ar skemmti­leg­ar minn­ing­ar frá starf­inu hjá Kór Fjöl­brauta­skól­ans t.d. vel­heppnaðar kór­ferðir til Norður­landa og Þýska­lands. Nokkr­ir af pí­anónem­end­um mín­um hafa haldið áfram námi og gæti ég þá t.d. nefnt Vigni Þór Stef­áns­son djasspí­anó­leik­ara. Kór­nem­end­ur hafa marg­ir haldið áfram að syngja í kór­um, nokkr­ir syngja í Dóm­kórn­um og sem ein­sögvara get ég nefnt Kristjönu Stef­áns­dótt­ur djass­söng­konu.“

 

Jón Ingi færði sig yfir í Gagn­fræðaskól­ann og kenndi þar ensku, dönsku og tón­mennt og stund­um mynd­mennt. Hann var aðstoðarskóla­stjóri við Gagn­fræðaskól­ann 1976-1996 fyr­ir utan þegar hann var skóla­stjóri 1979-80 og 1987-1991.

 

Jafn­framt fékkst Jón Ingi við að mála, einkum vatns­lita­mynd­ir og í olíu. Hann sýndi oft í sam­sýn­ing­um Mynd­list­ar­fé­lags Árnes­inga og hélt sína fyrstu einka­sýn­ingu 1985 en þær eru nú orðnar yfir 50. Nú stend­ur yfir sýn­ing hans í Gallerý LAK, ( Lækna­stof­ur Ak­ur­eyr­ar) og stend­ur út júní. Jón Ingi hlaut lista­manna­laun 1981, viður­kenn­ingu menn­ing­ar­nefnd­ar Sel­foss 1997, Menn­ing­ar­verðlaun Árborg­ar 2011 og var Heiðurslistamaður Mynd­list­ar­fé­lags Árnes­sýslu 2017.

 

Jón Ingi var einn af stofn­fé­lög­um Li­ons­klúbbs Sel­foss og hef­ur unnið ýmis störf í þágu klúbbs­ins og verið formaður, rit­ari og fleira og starfar hann enn með klúbbn­um. „Ég fór á eft­ir­laun 1996 og hætti kór­stjórn árið 2000 og kennslu í Tón­list­ar­skól­an­um 1998. Ég hef nú næg­an tíma til að mála og sinna fjöl­skyld­unni, garði og sum­ar­bú­staðnum í Vaðnesi í Gríms­nesi.“

 

Fjöl­skylda

Eig­in­kona Jóns Inga er Edda Björg Jóns­dótt­ir kenn­ari, f. 4. maí 1938. For­eldr­ar Eddu voru hjón­in Jón Páls­son, bók­bands­meist­ari og tóm­stundaráðunaut­ur Reykja­vík­ur­borg­ar, f. 23. apríl 1908, d. 22.ág­úst 1979 og Vil­borg Sig­ur­rós Þórðardótt­ir, hús­móðir í Reykja­vík, f. 19. maí 1909, d. 19. apríl 1997.

 

Börn Jóns Inga og Eddu eru;

1) Vil­borg, kenn­ari og bók­ari, f. 25. fe­brú­ar 1960.Eig­inmaður: Ólaf­ur Krist­inn Guðmunds­son, iðnrekstr­ar­fræðing­ur, f. 8. júní 1961. Börn : Sindri Snær, viðskipta­fræðing­ur, f. 22. ág­úst 1994; Jón Ingi, nemi í tölv­un­ar­fræði í HR, f. 24. októ­ber 1998,

2) Ágústa María, leik­skóla­kenn­ari, f. 13. októ­ber 1961. Eig­inmaður: Birg­ir Guðmunds­son, rekstr­ar­hag­fræðing­ur, f. 4. maí 1962. Börn: Guðjón Árni, kvik­mynda­fræðing­ur, f. 4. des­em­ber 1990. Eig­in­kona: Elíza­beth Lopez Arriaga, mannauðsstjóri, f. 6. apríl 1984. Barn: Björn Santiago f. 27. júní 2018; Edda Kar­en, nemi í HÍ, f. 23. fe­brú­ar 1995; Jan­us Bjarki, nemi í HÍ, f. 12 janú­ar 1998;

3) Selma Björk, leik­skóla­kenn­ari, f. 15. janú­ar 1964. Eig­inmaður: Jó­hann Böðvar Sigþórs­son, bak­ari, f. 4. des­em­ber 1963. Börn: Sigþór Const­ant­in, nemi f. 5. júní 1998; Sól­rún María, nemi, f. 5. októ­ber 2003; Rún­ar Ingi, nemi, f. 26. maí 2006;

4) Sig­ur­mund­ur Páll, þjón­ust­u­stjóri UT TRS, f. 10. maí 1975. Sam­býl­is­kona: Sigrún Bjarna­dótt­ir, dýra­lækn­ir, f. 6. janú­ar 1985. Börn : Frey­dís Erna, f. 25. júlí 2012, og Sölvi f. 8. nóv. 2014.

Syst­ir Jóns Inga er Guðrún Sig­ur­mund­ar­dótt­ir, hús­móðir í Reykja­vík, f. 19. ág­úst 1928. Eig­inmaður henn­ar var Ólaf­ur Örn Árna­son, kenn­ari og síðar gjald­keri, f. 11. janú­ar 1921, d. 24. apríl 2012.

 

For­eldr­ar Jóns Inga voru hjón­in Sig­ur­mund­ur Guðjóns­son sand­græðslu­eft­ir­litsmaður, f. 4. fe­brú­ar 1903, d. 18. maí 1985 og Ágústa Guðrún Magnús­dótt­ir hús­móðir, f. 28. ág­úst 1905, d. 3. júlí 1996. Þau voru bú­sett á Eyr­ar­bakka.

 

 

 

 Morgunblaðið 8. maí 2018.Skráð af Menningar-Staður